Fjarþjálfun í Ólympískum lyftingum

Ég hef verið að stunda ólympískar lyftingar uppá síðkastið meðfram Crossfitinu. Mig langaði til að bæta tæknina hjá mér og auka styrk, og leitaði ég þar af leiðandi til Jens Andra sem er algjör snillingur í þessu fagi. Ég tímdi samt alls ekki að hætta í Crossfit svo ég ákvað að biðja um að fá prógram sem ég gæti tekið þrisvar í viku. Að sjálfsögðu gat hann reddað því og hef ég nú verið að nota prógrammið í um það bil þrjá mánuði og er ég farin að finna mun á tækni og styrk nú þegar. Prógrammið tekur aldrei meira en klukkutíma í framkvæmd og eru oftast þrjár til fimm æfingar í hvert skipti í sex til tíu settum. Þessar æfingar eru ótrúlega skemmtilegar og sýna manni alveg að maður þarf sko ekki nein brennslutæki til að svitna!

Mig langar til að segja ykkur aðeins frá Jens Andra og prógramminu, af því að ég er svo ótrúlega ánægð með það. HÉR er heimasíðan hans þar sem hægt er að lesa um hann og hvaða þjónustu hann er að bjóða uppá. En Jens er með margra ára reynslu af lyftingum og íþróttum ásamt því að hafa keppt í kraftlyftingum og öðru kraftasporti. Hann þjálfar keppnisfólk í ólympískum lyftingum, kraftlyftingum og tengdum greinum en einnig hefur hann sérhæft sig í þjálfun íþróttafólks og náð miklum árangri.

Á heimasíðunni er hægt að sjá hvaða þjálfun hann er að bjóða uppá. Hann býður til dæmis uppá ólympískar lyftingar, styrktarþjálfun, Hiit þjálfun og powerbuilding prógröm og öll þessi prógröm er hægt að fá hjá honum í fjarþjálfun fyrir litlar 2.500 kr á mánuði. Öll prógrömin koma í appi sem er mjög einfalt í uppsetningu og notkun. Appið heitir TrainHeroic og alltaf þegar ég sýni frá því á instagram þá fæ ég spurningar um hvaða snilldar app þetta sé. Það koma video af öllum æfingum og útskýringar þar sem við á og svo getur maður skilið eftir skilaboð með æfingunni. Í prógraminu sem ég er á þá er mikið notast við prósentur af þyngdum og kemur þá fram í prógraminu hvaða þyngdir ég ætti að taka miðað við fyrri æfingar sem ég hef tekið.

Hér fyrir ofan er dæmi af æfingu úr prógramminu mínu. Prógrammið er ekki þannig uppsett að það rúlli sömu æfingarnar viku eftir viku. Engin æfingadagur er eins, sem ég elska! Myndin sýnir æfinguna áður en ég tek hana, þá sé ég hvaða prósentur ég á að miða við. Myndin hér fyrir neðan sýnir svo æfinguna eftir að ég hef tekið hana, þá fæ ég yfirsýn yfir þyngdirnar sem ég tók á æfingunni.

Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig ein æfing er uppsett. Efst er video af æfingunni, þar fyrir neðan kemur svo smá útskýring á hvernig ég á að útfæra æfinguna. Svo koma prósenturnar sem ég á að miða við og er appið búið að setja inn þyngdirnar út frá prósentunum mínum. Þyngdirnar sem ég á að miða við sjást í gráum lit sem ég skrifa svo yfir.

Þegar ég er búin að framkvæma æfinguna þá set ég inn þyngdirnar sem ég tók, þannig að ef ég treysti mér til að þyngja, þá geri ég það, og þá munu prósenturnar mínar hækka næst þegar ég tek sömu æfingu. Þá lítur æfingin út svona eins og á myndinni hér að neðan. Það er svo gaman að geta fyllt svona út á meðan maður er á æfingu og fylgjast með styrknum aukast jafnt og þétt.

Ég mæli svo ótrúlega mikið með þjálfun hjá Jens. Ef ég byggi í bænum myndi ég klárlega mæta til hans í lyftingar eins oft og ég gæti. Ég hlakka til að halda áfram í prógramminu og sjá ennþá meiri árangur. Ég sýni reglulega frá æfingunum mínum á instagramminu mínu.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við