Höður minn er 11 mánaða og verður þetta annað skiptið sem hann fer til Spánar en við eigum íbúð þar svo við reynum að fara lágmarki einu sinni á ári. Þessi ferð verður svolítið ólík þeirri fyrri en þá fórum við í ágúst-september, það er töluvert heitara þá. Þannig hann þarf fleiri föt, þar sem í haust var hann mest bara í hlýra eða stutterma samfellu, á bumbunni og í sundgallanum. Hugsa að við látum sundlaugina vera núna þar sem hún er ekki upphituð.
Hitastigið var allt frá 10 til 22 gráður svo það var nauðsynlegt að vera með hlý og létt föt. Á daginn var nóg fyrir hann að vera í leggings og samfellu þegar það var heitara þá var hann bara í stuttermasamfellu. Síðan vorum við með flísgallann hans með og notuðum hann þegar það var sem kaldast og á kvöldin eða góða ullarpeysu. Mér gekk mjög vel að pakka bæði léttu og hlýju fyrir hann en gleymdi að ég þyrfti líka hlýrri föt…. úps gleymdi síðbuxum og hlýrri peysu en það var auðvelt að finna það í mollinu.
Það er mikið auðveldara að ferðast með svona lítið barn heldur en ég hélt og enn þá auðveldara þegar þau eru pínu lítil. Þegar við fórum í ágúst-september þegar Höður var að verða 6 mánaða þá var ég búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér.
Það er gott að hafa á bak við eyrað að þó að það heyrist í barninu gráta eða öskra þá er það bara að reyna að tjá sig og er í eðli svona ungra barna. Fólk sem pirrar sig á því má bara eiga sig, það getur líka bara hækkað í eyrunum eða keypt heyrnartól. Vertu bara til staðar fyrir barnið þitt, það er það eina sem skiptir máli!
Flugið á leiðinni heim var ekki á besta tíma fyrir minn mann en hann þurfti að taka báða lúranna sína á ferðinni. Fyrri hefði átt að vera í bílnum á leiðinni upp á flugvöll en minn maður ætlaði ekki að sofa og var alls ekki sáttur á leiðinni upp á flugvöll og þurftum við að stoppa á leiðinni og taka hann upp úr bílstólnum… Hann sofnaði sem sagt ekkert á leiðinni upp á flugvöll en sofnaði sem betur fer í flugtaki. Eftir að hann var búin að leggja sig þá var hann alveg góður þangað til hann varð aftur þreyttur þá vildi hann ekki sofna aftur. Þar að leiðandi var minn maður ekki alveg hressastur en við löbbuðum því fram og til baka sirka hálft flugið þá var hann sáttur. Hluta til var ég labbandi með hann í fanginu og hinn hlutan var hann hlaupandi ganginn. Síðan sofnaði hann í lendingu. Þó þetta hafi ekki verið drauma flugið á leiðinni heim þá var þetta ekki hræðilegt en ég var alveg vel þreytt eftir þetta flug.
Ég sjálf finn mjög mikið fyrir loftlags breytingunum í eyrunum og hafði áhyggjur af því að litli minn myndi vera eins en hingað til hefur það ekki verið þannig. Ég reyni þó að hafa hann á brjósti eða svæfa hann í flugtaki og lendingu en hann hefur ekki kvartað þó hann hafi verið vaknandi.
- Vera með nóg af nesti sem barnið borðar, þegar maður ferðast með barn þá má vera með barnamat í handfarangri láttu, það þarf bara að taka hann upp úr í öryggisleitinni. Hef líka séð fólk vera með nestisbakka með allskonar spennandi nesti prófa það þegar Höður verður eldri.
- Ég kaupi alltaf vatn þegar við erum komin inn í fríhöfn til að hafa um borð.
- Auka föt á alla, er ekki alltaf með heilt dress fyrir alla sérstaklega okkur fullorðnu en þá allavegana boli og peysu til skiptanna. Betra að vera með hrein og þurr föt ef maður þarf þau.
- Gott er að reyna leyfa barninu að hlaupa aðeins um áður en er farið í vélina, en við þurftum þess svo sem ekki mikið í þetta skipti en Höður labbaði eins um áður en við fórum upp í vél.
- Sniðugt að hafa spennandi dót með í vélina og fyrir bílinn. Ég tók þó voðalega lítið dót með okkur í þetta skipti þar sem Höður vill aðallega bara vesenast.
- Fótapúði, fyrir ferðina í ágúst-september keypti ég fótapúða sem maður blæs upp. Mjög þægilegt ef maður er með auka sæti, bæði fyrir þig og barnið þitt en held þetta sé meira næs þegar börnin eru eldri, þá er líka hægt að nota þetta í bílnum, linkur hér.
- Ferðakerra, er mjög þægilegt að hafa. Við keyptum Yoyo kerruna fyrir síðasta sumar og ég elska þessa kerru og er efni í sér færslu. Líka mjög mikill kostur að hún passar í farangurshólfið fyrir ofan sætið og hægt að keyra hana inn í flugvélinni, smá þröngt en hægt. Keypti mína á babyshop sýnist hún ekki vera þar lengur, linkur hér.
- Burðarpoki, við notum burðarpoka mjög mikið, léttir á bakinu ásamt því að losa hendurnar. Einnig þarftu ekki að taka barnið úr burðarpokanum þegar þú ferð í gegnum öryggisleitina allaveganna á Íslandi svo það getur verið mjög þægilegt ef barnið sefur mikið í fanginu. Við höfum verið að nota Ergo 360, linkur hér.
- Ég tek síðan alltaf teppi og hlýja peysur og sokka, ef það skildi vera kalt í flugvélinni.
- Kannski á þessum tímum þarf varla að nefna sótthreinsandi og svo þægilegt að vera með þetta þegar maður er með litla putta sem koma við allt.
- Barnapíutæki, Þetta er það sem mér fannst bara gera svo mikið fyrir ferðina í september. Þá gat ég verið róleg á meðan Höður okkar væri sofandi inni í herbergi og þá gat ég setið úti í sólinni á meðan án þess að hafa áhyggjur af honum, líka svo stutt að hoppa inn. Við erum með neonate með myndavélinni og elska þetta tæki og finnst þetta róa mig mjög mikið að geta alltaf kíkt á hann og séð hann. Mögulega óþarfi að hafa myndavélina en ég elska það, linkur hér.
Fyrir meiri hita heldur en við erum vön en meiri kannski 16-20 gráður í janúar. Þá mæli ég með að vera með:
- Viftu sem er hlaðanleg og hægt að festa á kerruna. Ég pantaði mína á aliexpress þar sem ég fann enga aðra, sú sem ég keypti er ekki til lengur en fann þessa sem er mjög svipuð, linkur hér.
- Sólhlíf sem er hægt að setja á kerruna, við keyptum sólhlífina frá yoyo. Það er hægt að kaupa sólhlífar sem hægt er að festa á allar týpur á kerrur, þar var mikið úrval af þannig á babyshop.com , fifa.is er eflaust líka með sólhlífar. Ég notaði samt sólhlífina núna í janúar þar sem sólin er svo lágt á lofti á þessum tíma.
- Létt teppi og þvottaklemmur, fannst gott að setja teppið yfir kerruna á aðra hliðina og klemma það til þess að búa til aðeins meiri skugga. Mikilvægt er að setja teppið ekki alveg yfir kerruna til að passa upp á að litlu krílin fái nægt súrefni. Þetta teppi er það mýksta sem ég veit, þurfti Höður annað teppi nei en langaði mig í það já, linkur hér.
- Glasahaldara á kerruna, við eigum fyrir glasahaldaran á bugaboo vagninn okkar og það fylgdu festingar með honum sem við gátum sett líka á yoyo kerruna mér til mikillar ánægju.
- Hálf tjald eða hvað þetta heitir. Við keyptum okkur úti í decatholn hálf tjald eða svona strandar tjald til að búa til góðan skugga fyrir Höð að leika sér í úti. Við notuðum síðan viftuna til að blása inn í tjaldið og honum fannst það þvílíkt gaman að leika inn í tjaldinu. Við keyptum líka litla sundlaug með yfir til að búa til skugga. Heði fannst það ekkert spennandi að vera í nema það væri vatn í lauginni. Höður byrjaði að fara af stað leið og við komum út svo það hefur bókað áhrif. Annars hefði laugin með skyggingu alveg nóg.
Tjaldið var alls ekki dýrt og mjög mikið notað. Hef líka séð svipað á babyshop, og hefði viljað vera með svona tjald heima á pallinum síðasta sumar þegar Höður var pínu lítill og viðkvæmur fyrir sólinni og mig langaði helst að sitja í sólinni.
Finn ekki link inn á babyshop enda ekki alveg sumar season í verslunum en getur googleað beach tent. - Fjölnota sundbleyja, í september notuðum við fjölnota sundbleyju frá taubleyjur.is það var svo þægilegt og munum við kaupa stærri fyrir sumarið! Við fórum í sund alla daga og bleyjan er enn þá alveg eins og ný!
Einnig er hægt að kaupa sundbleyjur hjá cocobutts.is - Sundkútur, ekki möst en alveg gaman að hafa.
- Sólhattur, sem hægt er að binda hægt er að fá slíka í flestum barnafataverslunum þegar vorar.
- Evy sólarvörnin, mæli svo sannarlega með henni en fannst alveg lykilatriði að sólarvörnin leki ekki. Höður minn er mjög heit fengur og svitnar mjög mikið á höfðinu svo það skipti mig miklu máli að hún myndi ekki leka í augun. Linkur hér.
Vona að þetta hafi hjálpað ykkur að plana fyrir næstu ferð með lítið barn.
Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.