Ferðamappa fyrir börnin

Við fljúgum út á morgun og útbjó ég möppu fyrir Klöru svo hún myndi hafa eitthvað að gera í vélinni 🙂

Ég keypti möppu í A4 ásamt 4 plastvösum með rennilás. Ég gataði plastvasana og setti inní möppuna. Setti síðan
allskonar afþreyingu í hvern vasa.

 Setti teikniblokk innundir plastið á möppunni og hef límmiða í einum vasanum.

 Skemmtilegt spil með myndum og bókstöfum. Keypti Stafastuð í A4 🙂
 Aldrei nóg af litum. Ég límdi tússtöflu aftast á möppuna fyrir fleiri listaverk.

Lítil litabók sem ég fékk í Nettó. Sá að hún er líka til í Hagkaup 🙂

Svo er hægt að nota möppuna fyrir öll tilefni svo sem langar bílferðir eða í sumarbústaðinn 🙂

Hef þetta ekki lengra í dag.

Ykkar
Sunna Rós

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við