Ferðalag með tveggja ára

Nú eru eflaust margir farnir að pæla hvað þau þurfa að taka með í ferðalag um páskanna. Við erum sjálf að fara erlendis og ég get ekki beðið. Ég deildi með ykkur í fyrra hvað mér fannst möst að vera með þegar Höður minn var eins árs og yngri sá listi er hér.

Í þetta skipti verður þetta töluvert einfaldara en þó margir af sömu hlutunum sem fá að koma með.

 • Okkar maður er mikill orkubolti og hefur ekki tíma til þess að vera kjurr svo fyrsta á listanum er beisli – ég keypti þetta á amazon,linkur hér*.
 • Við erum ennþá að ákveða hvort við ætlum að taka yoyoinn með okkur sem kemur kannski á óvart að það sé eitthvað spurning kerran er svo þæginleg. En við erum að fara í ferð þar sem Höður verður að geta lagt sig í kerru á daginn því við erum ekki að fara vera heima alla daga þar sem hann vill helst leggja sig upp í rúmi. Þá erum við eiginlega ákveðin í að taka Bugaboo Fox með okkur í þetta skiptið. Við verðum mikið upp á frjálsíþróttavelli og Höð hallar sér bara alveg fram ef hann er orðinn þreyttur í Yoyoinum og engin leið til að sannfæra hann um að hvíla sig. 
 • Síðan finnst mér alveg möst að vera með viftu með sér þegar maður er með svona lítil börn með sér, linkur hér*.
 • Fjölnota sundbleyja ég hef prófað tvær mismunandi týpur en fannst mjög pirrandi að hafa bönd í strengnum þannig mæli með þar sem er smellt á hliðunum eins og þessi hér
 • Sundskór vá hvað það er þæginlegt að hafa lítinn hlaupandi mann í sundskóm áhyggjurnar að hann brenni sig á heitri jörði eða fljúgi á hausinn minna alveg töluvert. Ég leitaði útum allt af sundskóm í fyrra og einu sem ég fann til í stærðinni hans voru á amazon, linkur hér*. 
 • Sólgleraugu hafa verið mismikið notuð en við notuðum þau mjög mikið 0-1 árs sirka og síðan aftur núna um 2 ára mæli mikið með, linkur hér*.
 • Það vefst oft fyrirmanni hvað er gott að taka með af fatnaði fyrir þessi börn það er svo heitt. Við erum reyndar að fara um páskanna svo það er ekki alveg 30 gráður eða meira. En samt töluvert heitara en heima á klakanum. Ég elska að vera með nokkur langerma sett fyrir kvöldin og ætla að taka með mér bambus náttfatasettin frá Auðna til þess að hafa sérstaklega fyrir kvöldin þau eru svo létt og samt mjög snyrtileg þannig Höður verður svo sætur og fínn þó hann sé í náttfötum út að borða. Þá er líka minna stress þegar við komum heim að þurfa að skipta um föt. Þið vitið að ég verð líka með Verum sett en er mjög spennt að nota bambusinn aðallega þarna úti. Þið getið notað kóðan lady20 út sunnudaginn 19. mars’23 fyrir 20% afslátt af öllum vörum! Linkur hér. Ég er eigandi vörumerksins Auðna.
 • Fyrir flugvélina keypti ég þessi heyrnatól í elko og þau eru frábær! Þau eru þráðlaus og eru fáranlega góð miða við verð bjóst ekki við svona góðum heyrnatólum. Ég valdi að kaupa þráðlaus þó þau væru smá dýrari nennti bara ekki að þurfa kaupa önnur því minn gormur væri búin að slíta snúruna haha. Hann er ekki enn þá búin að fatta almennilega hvernig heyrnatól virka en við hlustum oft á tónlist í þeim og hann er alltaf að taka þau af sér, linkur hér.
 • Púði fyrir fæturna – ég veit ekki hvort ég sé að pakka þessu með fyrir mig eða barnið mitt haha Þetta er algjör snilld og svo þæginlegt að geta stækkað sætið svona fyrir okkur öll. Er mjög spennt að fara í flug vitandi að Höður minn er með sitt eigið sæti 100% úff það tók á síðasta haust að fara með risastóran 18 mánaða í flug og ekki auka sæti. Linkur hér
 • Annað fyrir flugið matur fyrir barnið – ég var alveg með fullt af allskonar narsli fyrir hann en var ekki með máltíð. Ég bjóst ekki við að það væri ekkert á matseðli sem ég gæti keypt fyrir hann – þannig við munum vera með fullt af mat fyrir elsku barnið næst. // Þetta reddaðist síðast sem betur fer en aldrei aftur. 
 • Vatnsbrúsi – það er eiginlega möst að vera með vatnbrúsa sem lekur ekki úr fyrir barnið það er svo mikið vesen ef þau hella niður.
 • Burðapoki// yoyo kerra – sko ég er með það mikinn gorm að ég er ekki vissum að hann muni samþykkja að fara í kerruna og við erum að pæla að taka Foxinn með okkur. Þannig ég er að pæla að taka burðapokan með til þess að geta sett hann í því við erum að fara í kvöldflug og hann er mjög mömmusjúkur sérstaklega á kvöldin, en kemur í ljós hvað við gerum.

Ég varð eiginlega að setja sér lista yfir það sem ég vil hafa fyrir mig. Ég er alltaf að reyna að taka minna og minna með mér. Mér gengur ekki vel – en ný ferð nýtt tækifæri. 

 • Fanny pack – maður þarf að vera með lausar hendur þegar maður er útum allt með barninu og ég keypti mér stóran fanny pack svo þæginlegt að vera með allt þetta allra helsta með í veskinu og þurfa ekki að vera með tösku. Ég kem alveg blaut þurrkum og bleyjum í mína það er svo mikið hack! Þessi lýtur út fyrir að vera svipuð þeirri sem ég á, linkur hér*.
 • Þæginleg æfingasett – keypti þetta á amazon í fyrra og elska það! Linkur hér*. 
 • Ég tek yfirleitt alltaf með mér stóran trefil með mér í flug til að hafa sem teppi mjög kósý – undarfarið hef ég samt verið með ungbarnateppi með mér svo ég hef bara notað það hugsa að þessi ungbarnateppi muni alltaf fara með okkur allaveganna mér haha.
 • AUKA FÖT Á ALLA – já ég er ekki að djóka með fyrir alla. Ég er búin að þurfa þessi auka föt því litli minn ældi yfir mig í flugi svo já ekki gleyma þessu. 
 • Síðan er það jákvæðni og góða skapið – reyna að gleyma sér ekki í stressinu og njóta þess að vera að fara í frí með fjölskyldunni sinni. 

Takk fyrir að lesa – Þangað til næst 

Færslan er með adlinkum og þeir eru merktir með*.
Instagram Tiktok Youtube

Þér gæti einnig líkað við