Ég versla svona mest allt á netinu og það var engin undantekning þegar Heði okkar vantar ný og stærri föt. Ég hef nánast eingöngu verslað á hann á netinu. Þegar ég var ólétt þá var aldrei neitt til þegar ég meikaði að fara í búðir í hápunkti covid þannig ég gefst alfarið upp á því að fara í fýluferðir að versla föt. Finnst líka svo sem þægilegra að sjá bara úrvalið hvaða stærðir eru til á netinu. Ég reyni alltaf að kaupa föt sem eru hlutlaus en er alltaf í svo miklum vandræðum að finna föt sem eru hlutlaus og var þetta kannski svona það hlutlausasta sem ég fann þó það sé nú í dekkri litunum í þetta skipti en það er svo sem það sem er til. Þetta verður erfiðara og erfiðara þeim eldri sem drengurinn er en er allaveganna mjög ánægð með þessi kaup.
Í þetta skipti keypti ég mest af Nextdirect og svo smá af Boozt appinu. Mjög þæginlegt að panta af báðum stöðum og var heim komið á 3 dögum, finnst alltaf svo mikil snilld hvað það er hægt að fá vörur fljótt erlendis frá!
Það sem ég keypti af Boozt:
Sundagallinn og sundhatturinn er bæði frá æðislega merkinu liewood og þegar færslan er skrifuð er það bæði á 20% afslætti!
Sundgalli, linkur hér.
Sundhattur, linkur hér.
Ég keypti einnig tvo galla frá eitt af mínum uppáhalds merkjum Marmar. Finnst flest allt svo fallegt frá þeim og gaman að eiga vörur frá þeim góð gæði og fallegt. Ég ákvað að kaupa heilgalla að þessu sinni þar sem Höður okkar fer alveg að verða of stór fyrir svoleiðis. Þannig mig langaði að njóta þess eins lengi og ég get. Finnst hann bara svo mikið krútt í heilgöllum!
Hvítur með bláaum röndum, linkur hér.
Blár og grár röndóttur, linkur hér.
Ég hef aðallega keypt náttföt hjá Next og finnst þau svo æðisleg og þessi náttfata sett engin undantekning!
Það sem ég keypti af Next direct:
Venjulega hef ég alltaf keypt heilgalla sem náttföt fyrir Höð en þar sem er orðinn svo stór og sokkarnir á náttgöllunum hafa farið mikið í taugarnar á mér frá því Höður byrjaði að labba því þeir eru svo sleipir. Þannig í þetta skipti ákvað ég að kaupa náttfata sett, líka viðeigandi fyrir svona stóran gaur.
Náttfatasett frumskógur, linkur hér.
Náttfatasett Yeti, linkur hér.
Langermabola pakki, linkur hér.
Leggingsbuxna pakki, linkur hér.
Fyrst ég var að panta og sá sæt föt fyrir sumarið þá fengu þessar að fylgja með.
Stuttbuxna sett ljóst, linkur hér.
Stuttbuxna sett blátt, linkur hér.
Sandalar, linkur hér.
Hérna getið þið séð haulið í myndbandi, linkur hér.
Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.