Fataáskrift

Eins og mörgum öðrum karlmönnum finnst manninum mínum hundleiðinlegt að fara í fatabúðir. Það hefur hægt og rólega orðið að mínu verki að sjá um fatainnkaupin fyrir hann. Maðurinn minn ákvað einn daginn að taka málið í eigin hendur og versla föt á netinu. Þar sá hann að hægt væri að fara í fataáskrift og eru þær að finna víða. Okkur fannst það ótrúlega sniðugt og skráði hann sig strax. Í þessum pakka fær hann bol, nærbuxur og sokka á grín verði. Pakkinn kostar um 20 dali og síðan bætist við smá tollur.

 

Fötin sem hann fær eru svo flott og mjúk. Þau eru öll úr endurunni bómul og bamboo. Ég er voða hrifin af flíkum með bamboo, en þær halda sig ótrúlega vel og eru svo mjúkar. 😍

Síðan sem hann pantar frá heitir Get Basic.

Þetta er ekki eina síðan, en þið getið fundið fleiri með allskonar dílum. Þið skrifið subscription boxes for men og þá poppar upp margt. Mæli með að láta kallana ykkar skrá sig og stelið svo sokkunum eins og ég geri stundum 🙈

 

Hef þetta ekki lengra í dag 🖤

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við