Fallegar neglur

Færslan er ekki kostuð – stjörnumerktar vörur voru gjöf

Ég hef alltaf séð vel um neglurnar mínar, pússað þær og hugsað um naglaböndin. Ég hef inná milli verið með gel á þeim en núna síðastliðin tvö ár hef ég verið með acryl og líkar það mun betur. Finnst neglurnar sterkari og endingin mikið betri. Ég fer alltaf til hennar Sigrúnar en hún á naglastofu í Firðinum Hafnarfirði sem heitir Fagrir Fingur. Mæli 100% með henni, mjög vandvirk og fljót! Fer alltaf súper sátt frá henni.
Mér finnst svo gaman að vera alltaf með fínar neglur!

Mér finnst líka gaman að vera með naglalakk þó ég sé með acryl á nöglunum. Er svo gaman að skipta um liti. Þegar ég vil naglalakka mig þá nota ég alltaf Essie naglalökkin, finnst þau laaaang best. Ég á mjög stórt safn af litum frá þeim.

Ég ætla að sýna ykkur fjóra liti sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ég gæti sýnt mikið fleiri en látum fjóra duga í bili.

Þessi litur er í miklu uppáhaldi en hann heitir Without a Stitch*.

Ótrúlega fallegur djúpur litur sem heitir Angora Cardi*.

Fallegur ljós litur með smá bleikum tón án þess að vera of væminn – liturinn heitir Topless & Barefoot.

Þennan lit nota ég mikið, er á öðru eða þriðja glasi núna. Liturinn heitir Merino Cool.

Hér má sjá litina í sömu röð og hér að ofan.

Essie er líka með mikið úrval af undirlökkum, yfirlökkum, lökk sem gefa geláferð, mikinn glans og margt fleira.
Ef þið eruð að naglalakka yfir gel eða acryl og ætlið að taka lakkið af mæli ég með því að nota naglalakka-leysi sem inniheldur ekki acetone til að vernda gelið.

Fyrir áhugasama, þá getið þið skoðað neglurnar sem Sigrún gerir á síðunni hennar hér.

Góða helgi!
xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við