Falleg prjónuð peysa á börnin

Amma mín prjónaði þessa fallegu peysu á stelpuna mína, langömmu stelpuna sína, fyrir nokkrum vikum. Ég sá uppskriftina af peysunni inná Petit Knitting en peysan heitir Sóley hneppt peysa. Amma notaði garnið Dale Falk en það fæst t.d. í A4. Ég ætlaði að velja ljóst-beige garn en sá svo þennan lit og fannst hann mjög Ágústu Erlu legur.

Finnst hún ótrúlega falleg en ég hef alltaf verið hrifin af prjónuðum flíkum. Eins og ég hef nefnt áður þá prjónaði amma líka heimferðasettið hennar Ágústu Erlu en hægt er að sjá það hér. Ungbarnateppið sem hún prjónaði notaði ég mjög mikið og er það hér.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við