Falleg jólaföt

Mig vantaði fallega jólakjóla á stelpurnar í ár. Mig langaði að velja kjóla sem bæði væru fallegir og sem myndu endast vel. Hugurinn minn er ávallt á þeim stað að velja góð efni svo fatnaðurinn endist. Föt nú til dags sem gerð eru úr góðum efnum eru orðin svo endingargóð. Það er sama hversu oft flíkin er notuð þá sér ekki á henni. Þess vegna mæli ég mikið með að skoða úr hverju flíkin er gerð.

Ég var búin að skoða ýmislegt þegar ég kom auga á fallegu fötin hjá Polarn O. Pyret. Ég er sérlega hrifin af þeirri búð. Þau huga mikið að umhverfinu í sinni framleiðslu. Ég svipaðist aðeins um og var ég ekki lengi ákveða hvaða kjóla ég myndi kaupa. Ég keypti tvo gullfallega rauða kjóla úr velúr og hárband í stíl ❤️

 

 

Þær eru svo glæsilegar 😍

Ef þið eigið eftir að versla jólafötin þá mæli ég með að kíkja við. Það eru til nokkrar týpur af jólakjólum. Mér finnst líka vera gott úrval á strákana hjá þeim. Sparibuxur og skyrtur, svo má ekki gleyma sætum slaufum og bindum 🥰

Brot af úrvalinu ❤️

 

Þessi færsla er ekki kostnuð né í samstarfi. Ég fékk virkilega góða þjónustu hjá þeim og er starfsfólkið alveg yndislegt. Vildi deila því með ykkur ❤️

 

Hef þetta ekki lengra 🎅🏼

Þér gæti einnig líkað við