Fæðubótarefnin mín

Fæðubótarefni eru matvæli eða efni sem eru hugsuð sem viðbót við venjulega fæðu. Þau eru ekki nauðsynleg til að ná árangri og þau eiga ekki að koma í stað hollrar fæðu. Þó þau séu ekki nauðsynleg þá hjálpa þau okkur að fá nægt magn af ákveðnum næringarefnum.

Fæðubótarefni geta verið alls konar, þau geta verið í töflu-, duft og hylkjaformi en þau geta einnig verið í formi matvæla eins og til dæmis próteinbarir.

Eins og margir vita þá er Perform styrktaraðilinn minn og versla ég öll mín fæðubótarefni hjá þeim. Ég ætla að segja ykkur frá þeim vörum sem ég nota nánast daglega og hvað þær gera.

Mysuprótein (e.Whey protein)
Mysuprótein er með gríðarlegt magn af nauðsynlegum amínósýrum sem líkaminn er fljótur að vinna úr. Það hentar því mjög vel að fá sér mysuprótein þegar vöðvarnir þurfa mest á amínósýrum að halda. Þetta er helst á morgnana og í kringum æfingar.

Það eru til margar rannsóknir sem sýna að mysuprótein getur hjálpað fólki við að byggja upp styrkleika, auka vöðvamassa og missa fitu ef það er tekið rétt áður, eftir eða á meðan æfingu stendur. Ein af ástæðunum fyrir þessu er vegna þess að mysuprótein inniheldur mikið magn af BCAA amínósýrum.

Ég nota mysuprótein út í morgungrautinn minn til að vera södd í lengri tíma. Einnig vil ég hafa prótein í máltíðinni sem ég borða áður en ég fer á æfingu, þá fæ ég mér oft graut með próteini. Eftir æfingar finnst mér mjög mikilvægt að fá mér prótein, þá er mysupróteinið tilvalið. Ég vel að kaupa mér 100% Whey Gold Standard frá Optimum Nutrition en það hentar mér einstaklega vel þar sem það er mjög lágt í laktósa og ég er með laktósaóþol.

Casein prótein
Casein prótein er hægvirkt prótein sem gefur stöðugt prótein- og amínóflæði í lengri tíma. Casein prótein hentar því einstaklega vel fyrir svefn þar sem líkaminn fær þá ekki næringu í langan tíma.

Mér finnst mjög gott að fá mér casein prótein um klukkutíma áður en ég fer að sofa, þá er ég mjög góð þangað til ég borða morgunmat daginn eftir (vanalega eftir morgunæfingu). Mér finnst einnig draga mikið úr nammilönguninni minni á kvöldin að búa mér til casein búðing sem ég bæti svo jarðaberjum eða hnetusmjöri út í til að gera hann ennþá betri. Ég hef keypt mér sama casein próteinið í mörg ár en það er súkkulaði próteinið frá Optimum Nutrition.

Pre workout
Margir vilja fá auka orku fyrir æfingar og henta pre workout drykkir þá vel. Það er hægt að velja margskonar pre workout blöndur sem innihalda oft koffín, Beta-alanine og amínósýrur. Hægt er að kaupa pre workout í duftformi eða tilbúið í drykkjaformi.

Ég nota oftast pre workout blönduna frá Optimum Nutrition en hún veitir mér góða orku sem endist mér út æfinguna. Einnig elska ég að grípa mér einn ískaldan Nutramino Heat eða Amino Energy en þá drekk ég annað hvort fyrir æfingar eða yfir daginn þegar mig vantar orku.

Glútamín
Glútamín er amínósýra sem telur yfir 60% af öllum amínósýrum sem eru í vöðvunum. Þar sem miklar æfingar geta gengið á glútamínforða líkamans getur verið mjög gott að fá sér glútamín fyrir eða eftir æfingar. Glútamín er ekki skilgreind sem lífsnauðsynleg amínósýra en hún getur þó gert margt fyrir okkur. Glútamín eykur til dæmis skerpu, hindrar niðurbrot vöðva, eykur endurbata (e.recovery), styrkir ónæmiskerfið og getur dregið úr bólgum og bjúg.

Ég fæ mér alltaf glútamín fyrir æfingar en mér finnst sérstaklega mikilvægt að fá mér glútamín fyrir brennsluæfingar til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Ég hef verið að nota glútamín frá Optimum Nutrition í nokkur ár.

Gjafaleikur í samstarfi við Perform *UPPFÆRT*
Mig langar að leyfa ykkur að prófa uppáhalds fæðubótarefnin mín frá Optimum Nutrition mín og í samstarfi við Perform ætlum ég að gefa heppnum þátttakanda;
100% Whey Gold standard prótein
100% Casein prótein
Gold Standard pre workout

Dregið var í leiknum 09.04 og vinningshafinn var Sigríður Lára, búið er að hafa samband við vinningshafa 🙂

Endilega kíkið á mig á Instagram síðunni minni, ég er mjög dugleg að setja inn allskonar tips og motivation <3

Þangað til næst,
Ása Hulda

Þér gæti einnig líkað við