Eins og flestir vita þá er Eurovision vikan gengið í garð. Herlegheitin hefjast á morgun, þriðjudaginn 18.maí með fyrri undankeppninni, sem sýnd verður á RÚV kl 19. Þá stíga á stokk 16 lönd og er þessi riðill klárlega sá sterkari í ár. Fimmtudaginn 20.maí er svo seinni undankeppnin og þá keppa 17 lönd, þar á meðal Ísland. Við erum talin ansi líkleg til að komast áfram úr undankeppninni þetta árið. Eins og staðan er í veðbönkunum akkúrat núna, þá er Íslandi spáð 4.sæti á úrslitakvöldinu sjálfu, sem er næstkomandi laugardagskvöld. Ég er ótrúlega spennt fyrir keppninni í ár og er að sjálfsögðu búin að útbúa minn topp 10 lista, eins og ég hef gert hér á síðunni síðastliðin tvö ár.
Ég er mikill aðdáandi Eurovision eins og einhverjir lesendur hér vita kannski. Ég er með hlaðvarpsþátt um Eurovision sem þið getið lesið aðeins um HÉR ef þið hafið áhuga.
Í ár lítur minn topp 10 listi svona út:
Ég er hérna mikið frekar að hugsa um hvaða lög ég fíla sjálf heldur en hvað veðbankarnir spá. Til dæmis er Frakkland í öðru sæti í veðbönkunum, en mér sjálfri finnst það hræðilega leiðinlegt lag, svo ég set það ekki einu sinni á blað hjá mér. En ég er farin að hlakka svo til! Get ekki beðið.
Takk fyrir að lesa