Eurovision 2020

Eins og flestum er nú kunnugt þá verður ekki haldin nein Eurovision keppni í ár og verð ég að viðurkenna að ég var virkilega svekkt þegar ég heyrði þær fréttir. Ég elska Eurovision og finnst mér einhvernveginn eins og að það hefði verið hægt að finna leiðir til að halda keppnina á netinu, með myndböndunum laganna og símakosningu eða hvernig sem er. Það er frekar leiðinlegt að það virðist vera eins og engar aðrar leiðir hafi verið skoðaðar og allt bara blásið af. Og þá sérstaklega leiðinlegt fyrir okkur Íslendingana sem áttum bókað topp 5 sæti í keppninni að þessu sinni. En það er nú lítið við því að gera núna. Í staðinn fyrir keppnina þann 16.maí verður samt sýnt frá einhverskonar Eurovision skemmtun þar sem lögin sem höfðu verið valin í keppnina verða heiðruð á einhvern skemmtilegan hátt. Við Eurovision nördarnir höfum þá allavega eitthvað að hlakka til.

Í fyrra skrifaði ég einnig færslu um mín uppáhaldslög í keppninni þá og gaman að segja frá því að ég hafði rétt fyrir mér með sigurlagið, en svo var ég með 6 rétt af þessum 10 á mínum topp10 lista.

Ég ætla að gera aftur topp 10 lista með mínum uppáhaldslögum í ár, þó það verði engin keppni. Þar sem ég var hvort sem er búin að eyða hellings tíma í að stúdera öll lögin og velja mín uppáhalds, þá langaði mig til að gera þessa færslu. Hér kemur þá minn topp 10 listi. Ef þú ýtir á nafnið á laginu þá færðu upp myndband af Youtube.

1.SVISS
2.BÚLGARÍA
3.ÍSLAND
4.LITHÁEN
5.RÚMENÍA
6.DANMÖRK
7.ÞÝSKALAND
8.ARMENÍA
9.GRIKKLAND
10.ÁSTRALÍA

Þér gæti einnig líkað við