Ég tók smá umræðu inná lady insta varðandi tannkrem fyrir börnin og langaði mig að deila henni hér inná bloggið. Það er alltof mörg tannkrem núna til á markaðinum sem eru ekki með nægilega miklum flúor styrki. Þannig tannkrem eru ekki góð fyrir tannheilsuna hjá börnunum. Oftast eru þetta tannkremin sem eru skreyttar með myndum (Hvolpasveit, Frozen o.f.l.) Flúor er best þekkta vörnin fyrir tannskemmdun og ef börn eru ekki að nota góð tannkrem þá koma skemmdirnar.
Styrkur flúors í tannkremi fer eftir aldri barns.
- 0-3 ára 1000-1350 ppm F
- 3-5 ára 1000-1350 ppm F
- 6 ára og eldri 1350–1500 ppm Fr
Styrkinn sjáið þið alltaf bakvið á túpunni.
Um daginn fór Klara með mér í búðina og þurftum við nýtt tannkrem. Hún tók strax tannkrem með mynd af Hvolpasveit sem var ótrúlega flott og leit vel út. Ég skoðaði það og styrkurinn í því var 450 ppm F sem er langt frá því að vera talið gott!
Við þurfum að vera vel vakandi yfir þessu!
Ég vildi ótrúlega mikið deila þessu með ykkur því mér finnst þetta vera þörf umræða.
Góða helgi !
Instagram –> sunnaarnars