Er barnið ekki komið með neinar tennur?!

Klara Dís er ný orðin 13 mánaða og eru fyrstu tennurnar loksins að koma niður. Hún er búin að vera frekar sein í því að taka tennur. Ég var það líka. Ég var um 14 mánaða þegar ég fékk mína fyrstu tönn. Börn eru mjög misjöfn í tanntöku sum fá tennur 3 mánaða og sum 12 mánaða. Ef það er í fjölskyldunni að fá tennur seint þá er mjög líklegt að barnið fylgi því eftir. Ég hef verið frekar róleg með þetta og beðið bara spennt eftir þeim.

Þegar ég hef verið að fara út með Klöru og rekist á einhvern þá er fólk mjög upptekið af þessu tannleysi og er yfirleitt áhyggjufullt. Segja mér að þetta sé ekki eðlilegt og að ég ætti að drífa mig með hana til læknis. Ég ætti að fara til tannlæknis og fara með hana í röntgen. Sagt að hún sé fyrirburi og það sé eitthvað mikið að. Fólk er mjög áhyggjufullt og skilur ekki afhverju ég er svona róleg.

Ég bara vissi að hún mundi vera sein í þessu eins og ég og fannst ekki taka því að vera stressa sig. Að taka tennur seint er eðlilegt og ekkert til að stressa sig yfir. Það eina er að gómurinn er orðinn frekar harður þegar þau eru orðin þetta gömul þannig að þau fara ekki í gegn um þetta sársaukalaust.

Ég keypti tanngelið frá Weleda og ber það reglulega á Klöru. Það hefur róandi og kælandi áhrif og virkar mjög vel á hana.

Ég hef haft góðan tíma til að versla tannbursta og er ég mjög hrifin af tannburstunum frá Green Sprouts og Jack n’ Jill.

Allir tannburstarnir og tannkremið hef ég verslað inná iHerb og eru úrvalið þar inná mjög gott ég mæli með því! Sílíkon tannburstinn með hlífinni fæst líka inná Hjal

Þér gæti einnig líkað við