Endurnýta vaxliti

Þegar vaxlitirnir brotna hérna heima (sem gerist oft) þá safna ég þeim saman í lítið box. Ég ætlaði alltaf að endurnýta þá og búa til nýja.

Nú fyrir stuttu var ég stödd í Søstrene Grene og fann flott form. Formið er reyndar ætlað til þess að búa til ísmola en mér fannst það passa vel við þetta vaxlita mission hjá mér. Það kostaði um 300 kr þannig það sakaði ekki að prufa þetta.

Átti til mikið af gulum til að búa til nýjan, rest varð smá bland í poka. Ég setti ofninn á 80° og á blástur í u.þ.b. 10 min.

Þér gæti einnig líkað við