Það sem ég óska mikið að amma mín Birna væri enn á lífi. Hún dó árið 2012, aðeins 65 ára gömul. Hún var alltof ung. Þegar ég sagði fólki að amma hafi verið að deyja þá voru viðbrögðin oft svona „æææj en leiðinlegt“ en meint meira: „ömmur eru gamlar, sorglegt, en hún var orðin gömul“… fattiði? En málið er að hún var svo ung. Hún veiktist skyndilega, greindist með krabbamein i maí og var dáin í ágúst. Ég var að ganga í gegnum mjög erfiða tíma þegar hún deyr. Ég var auðvitað mjög sorgmædd og leið þegar hún dó en ég náði aldrei að syrgja almennilega eða eins og ég hefði viljað. Það sem ég var að ganga í gegnum heltók mig og ég náði ekki alveg að taka missinn af ömmu almennilega inn. Veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það en kannski skilur einhver hvað ég er að segja.
Amma og ég þegar ég var lítil
Ég hugsa mjög oft til hennar. Hún hefði verið svo sjúk í stelpuna mína, Ágústu Erlu. Hefði dekrað og knúsað hana endalaust. Faðmlögin hennar ömmu eru eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, hún faðmaði mann svo innilega, eins og hún vildi ekki sleppa.
Amma og afi komu auðvitað alla leið frá Akureyri til að horfa á mig keppa <3
Mamma og amma <3
Ég veit að hún er með mér í anda.
Tökum ekki ömmum okkar sem sjálfsögðum hlut – þær eru bestar.
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla