Nú styttist í jólin og eru mörg heimili vel skreytt með jólaseríum, greni og kertum. Ég nota þennan tíma ósjálfrátt í að athuga með batterí í öllum reykskynjurum og passa upp á að slökkvitæki sé sýnilegt. Ég er með þetta klassíska rauða slökkvitæki sem er ekkert sérlega fallegt og langar oft að geyma það inn í skáp. En slökkvitækin eiga að sjálfsögðu að vera sýnileg, sérstaklega ef við erum ekki heima þegar eldur kemur upp. Ef nágrannarnir komast inn í íbúðina til að slökkva eldinn, þá geta þau auðveldlega gripið í það.
Nokkrir punktar teknir frá vis.is:
- Slökkvitæki þarf láta yfirfara samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
- 6 kg slökkvitæki er gott að staðsetja á sýnilegum stað nærri útgöngu heimilisins. Best er að festa það upp á vegg þannig að handfangið sé í 80 til 90 sm hæð.
- Minni slökkvitæki, 2 kg eða 1 kg, er gott að hafa á sýnilegum stað í eldhúsi algengast er að kvikni í út frá notkun eldavélar.
- Slökkvitæki fyrir heimili eru annað hvort léttvatns- og duftslökkvitæki.
- Gott er að æfa handtök við að slökkva eld með slökkvitæki ef kostur er.
- Mikilvægt er að setja aldrei neinn í hættu við að slökkva eld. Heldur hringja í 112 og óska eftir aðstoð og koma sér út.
En það eru komin ný slökkvitæki á markaðinn sem eru falleg og stílhrein. Slökkvitæki sem margir myndu glaðir vilja hafa sýnileg inn í forstofu og inn í eldhúsi. Ég mun fjárfesta í svona tæki á nýju ári og mun hafa það vel sýnilegt. Þessi tæki fást meðal annars hjá Krabbameinsfélaginu.
Slökkvitækið fæst HÉR
Þegar þú verslar í vefverslun Krabbameinsfélagsins styrkir þú starf félagsins í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra.
Einnig er hægt að kaupa hjá þeim stílhreina reykskynjara frá merkinu Jalo Kupu. Þeir koma í mörgum litum og einstaklega auðveldir í notkun.
Reykskynjararnir fást HÉR
Svo er líka gott að hafa eldvarnarteppi í eldhúsinu en það er hægt að fá teppið í stíl við slökkvitækið.
Eldvarnarteppið fæst HÉR
*Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram -> ingajons