Eldhús Inspo

Þegar við fluttum inn þá langaði mig mest að rífa allt eldhúsið út, fá nýtt og stærra en budgetið var ekki alveg að bjóða upp á það. Við ákváðum að halda innréttingunni sem er nú þegar en breyta henni aðeins.

Mynd frá fasteignasíðunni
Svona leit eldhúsið út þegar við fluttum inn. Mig langaði að byrja á því að rífa allt eldhúsið út og fá nýtt en budgetið var ekki alveg að bjóða upp á það. Við ákváðum að halda innréttingunni sem er nú þegar en breyta henni aðeins. Við byrjuðum á því að taka skápinn í burtu sem er til vinstri, og þessar veggflísar.. einhver þvílík litaglöð manneskja ákvað þær, en þær fá að fjúka við fyrsta tækifæri.
Síðan filmaði ég allt eldhúsið hvítt með viðaráferð til bráðabirgða og ef það kæmi vel út þá myndum við mála innréttinguna.

Við vorum búin að ákveða veggflísar, hvítar subway en svo labbaði ég framhjá eldhúsi í Ikea sem var með steypugrárri borðplötu og veggplötu í stíl sem ég held að myndi koma mjög vel út og jafnvel taka efri skápana í burtu og setja hillur í staðin.
Beinn linkur inn á þær vörur:
Borðplata
Veggplata
Draumurinn væri að hafa stein sem kæmi smá upp með veggnum en þetta er allavega nálægt því og ódýr lausn.

En þetta er allavega það sem er framundan hjá okkur

  • Mála innréttinguna hvíta
  • Skipta út flísum
  • Skipta út borðplötu
  • Skipta um vask
  • Ný uppþvottavél

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við