Flest öll börn elska að leika sér með sápukúlur. Klara alveg dýrkar það og getur leikið sér endalaust. Ég hef keypt oft á tíðum sápukúlur og allskonar form og fylgja þá svona litlir dunkar með sem klárast fljótt. Ég hef einnig keypt sápukúlur sem fást í matvörubúðum og verð ég að segja að ég er ekki hrifin af þeim 😞 Sápukúlurnar sem fást í búðunum skemma fötin nefnilega. Þau feðgin voru að leika sér um daginn og var Klara að blása sápukúlur á Renna. Ég hef aldrei lent í því að Klara skemmi föt frá sápukúlum en peysan hans Renna varð öll útí svörtum blettum eftir að ég var búin að þvo hana. Ótrúlega leiðinlegt þar sem þessi peysa var glæný 😓 Héðan í frá kaupi ég alls ekki sápukúlur útí búð nema úr dótabúð.
Sápukúlurnar kláruðust um daginn hérna heima og var mín dama langt í frá hætt að leika sér. Ég vildi augljóslega redda málunum og fór að lesa mig til um allskonar uppskriftir af sápukúlum. Eitt lykil hráefni í sápukúlu uppskriftum er glycerin. Glycerin fæst í apótekum sem er hægt að blanda saman við uppþvottalög og fá góða blöndu. Ég átti ekki til neitt slíkt og var ég ekki á leiðinni neitt út þannig ég fór á fullt að redda málunum. Ég komst að því að flest allir geta blandað hinu fullkomnu sápukúlur því glycerin er í flest öllum sturtusápum😉. Ég tók því skál, setti 1 líter af vatni og vel af sturtusápu og voila nóg til af sápukúlum 👏🏼
Við höfum leikið mikið með þetta og hef ég ekki tekið eftir blettum í fötum. Bara passa að það sé góð lykt af sturtusápunni 😅 Þannig uppskriftin að góðum sápukúlum er sáraeinföld:
* Sturtusápa sem inniheldur glycerin ca 1dl
* 1/2 – 1 líter af vatni
* Hræra og prufa blönduna ef það koma ekki góðar kúlur bæta þá meiri sápu við
Instagram –> sunnaarnars
**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**