Einföld leið til að laga hleðslutæki

Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að hleðslutækin mín skemmast. Gúmmíin á helstu álagssvæðunum gefa sig með þeirri tilhneigingu að vírar fara í sundur. Þetta hefur gerst þó nokkrum sinnum með Apple tölvu hleðsutækin mín. Mér þykir það alltaf jafnt sárt því ekki eru þessi hleðslutæki ódýr. Ég hef vanið mig á það að rúlla þeim ekki upp þegar þau eru ekki í notkun. Ég fer afar vel með þau en samt sem áður gefur gúmmíð sig.
Mig langaði til þess að grípa inn í áður en vírar myndu fara í sundur. Ég vafraði aðeins um á netinu og datt inn á heimasíðuna hjá Tesa. Margir þekkja Tesa merkið en þeir framleiða nánast allt sem kemur að lími. Límbönd, teip og fleira. Ég kom auga á mjög áhugaverða vöru hjá þeim sem ég vissi að myndi hjálpa mér. Varan kallast Sugru, hún leysir þennan vanda og getur lagar allt milli himins og jarðar.
Mjög svo sniðugt ef þörf er á smá lagfæringu.
Mæli með 👌🏽
Hef þetta annars ekki lengra. Vona dagurinn ykkar hafi verið góður 🖤
Að gefnu tilefni langar mig að benda á að nota þetta ekki ef vírar eru farnir í sundur. Þetta á aðeins að nota til að fyrirbyggja það. 

Þér gæti einnig líkað við