Einfalt & gott grænmetisbuff

Klöru minni fannst alltaf svo gott að fá grænmetisbuff þegar hún var lítil. Allir borðuðu alltaf svo vel af því og fannst okkur mjög þægilegt að grípa í þannig og elda. Ég var gjörn á því að kaupa buffin í búðinni en það er eins og þau fáist ekki lengur. Síðan þá hef ég verið dugleg að prufa mig áfram. Reyna að mastera gott grænmetisbuff svo allir borða. Ég gerði buff um daginn og kom það svo ótrúlega vel út. Ég miklaði þetta alltaf svo fyrir mér en þetta er enga stund gert og létt að gera. Við vorum öll rosa ánægð með útkomuna og allir hámuðu í sig. Mig langaði að deila með ykkur minni uppskrift🖤

 

Uppskrift;

1/2 – 1 dós kjúklingabaunir.

2 bollar hrísgrjón.

1/2 laukur.

1 hvítlauksgeir.

4 gulrætur.

ca 1/2 kúrbít.

1/2 brokkólíhaus.

Smá brot af Old Amsterdam osti.

1 egg.

2 msk grænmetiskraftur eða 1/2 teningur.

Salt eftir smekk.

Karrí eftir smekk.

(Hef prufað að setja haframjöl og gularbaunir það kom mjög vel út).

 

Ég byrjaði á því að gufusjóða gullrætur og brokkólí. Leyfði því að kólna aðeins og skar í litla bita(bæti því seinna). Maukaði  kjúklingabaunir og bætti við krafti og osti. Setti síðan lauk, hvítlauk og kúrbít í matvinnsluvél. Blandaði öllu sem komið var í eina stóra skál. Bætti gulrótunum og brokkólínu við og hrærði varlega saman með sleif. Bætti síðan við afgangi af hrísgrjónum sem ég átti til (má nota bygg).  Svo kom eggið og ég kryddaði eftir smekk. Ég setti á bökunarpappír og inní ofn í 10 mín. Ef þið ætlið að steikja myndi ég hafa í minnsta kosti 3 mín á hvorri hlið 😊

Ótrúlega gott og einfalt 🖤

Verði ykkur að góðu 🖤

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við