Einfaldur tortellini & hakk réttur

1 pakki hakk
1 pakki Tortellini
200gr rjómaostur
1 stór dós pastasósa (T.d. Garlic & Onion eða Four Cheese frá Hunts)
Rifinn ostur

– Byrjið á að sjóða Tortellini samkvæmt leiðbeiningum, sigta það svo og setja til hliðar.
– Steikja hakk á pönnu. Krydda með salti og pipar og ítölsku kryddi. Líka gott að steikja hvítlauk fyrst ef maður vill meira bragð.
– Blanda pastasósunni við hakkið.
– Rjómaosturinn settur útí.
– Hakkinu og Tortellini blandað saman og sett í fat.
– Ostur settur yfir.
– Inn í ofn í ca.15-20 mínútur á 180 gráður.

Til að gera þetta matarmeira er tilvalið að nota það sem er til í ísskápnum af grænmeti t.d. gulrætur, sveppi eða papriku.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við