Einfaldur og góður fiskréttur

Mig langaði að deila með ykkur uppskrift af góðum fiskrétt. Ég elska að henda í þennan rétt því maður er enga stund að elda hann. Ef þú hefur lítinn tíma og allir mjög svangir þá er þessi réttur málið. Allir á mínu heimili elska þennan rétt meiri segja maðurinn minn sem borðar ekki fisk.

Ég byrjar alltaf á því að sjóða kartöflur því það tekur mestan tímann.

Síðan sker ég niður 1-2 hvítlauks geira og einn lauk og smjör steiki. Síðan helli ég heilli fernu af kókosmjólk yfir allt, finnst mest að nota frá Santa Maria rich.

 

Ég bæti hálfum-einum kubbi af fiskkrafti við og blanda öllu saman. Set síðan nóg af fiski fyrir alla ofan á sósuna og loka pottinum í ca 5 mínútur. Mér finnst best að elda þennan rétt í Le creuset potti.

Ég ber réttinn fram með kartöflum og salati.

Einfaldara gerist það ekki 😊

Verði ykkur að góðu 😋

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við