Einfaldur kjúklingaréttur

Mig langar að deila með ykkur mjög einföldum og góðum kjúklingarétti sem ég eldaði í gær. Ég hef gert hann nokkrum sinnum áður og finnst hann alltaf jafn góður! Mjög gott að gera nóg og eiga í nesti eða í matinn daginn eftir. 

Fyrir 4 – 5: 

4 kjúklingabringur
1 stór sæt kartafla eða 2 litlar
1 mexíkó ostur
250ml matreiðslurjómi
Sveppir eftir smekk
Krydd að eigin vali

  1. Kveikja á ofninum, 180°c.
  2. Mexíkó osturinn rifinn niður í pott og matreiðslurjómanum bætt út í. Osturinn er látinn bráðna á lágum hita. Muna að hræra reglulega í sósunni.
  3. Skera kjúklingabringur og sætar kartöflur í strimla. Skera sveppi í sneiðar.
  4. Krydda kjúklingabringurnar eftir smekk og steikja létt á pönnu, bara til að taka mesta vökvan úr bringunum og brúna aðeins kantana.

  5. Kjúklingabringunum er raðað þétt í botn á eldföstu móti.
  6. Sveppum dreift yfir kjúklingabringurnar.
  7. Sósunni helt yfir
  8. Sætu kartöflunum dreyft yfir
  9. Eldfasta mótið sett inn í ofn í 30 – 40 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar og kjúklingurinn fulleldaður.

Borið fram með fersku salati.

Njótið!

Þér gæti einnig líkað við