Fyrir mörgum árum síðan bauð vinkona mér í mat og bauð hún upp á einn besta kjúkling sem ég hef á ævi minni smakkað. Ég fékk að sjálfsögðu uppskriftina hjá henni og hef ég eldað þennan kjúkling reglulega í gegnum árin. Pabbi minn hrósaði þessum rétt meira að segja og hann er alls ekki mikið fyrir kjúkling yfir höfuð, svo það hlýtur að vera gott merki. Uppskriftin er sú einfaldasta í heimi svo þetta er tilvalið fyrir fólk eins og mig sem nennir ekki að eyða of miklum tíma í eldhúsinu. Hráefnin eru aðeins þrenn, svo þetta er klárlega réttur sem allir geta eldað.
Það sem þarf:
- Þrjár til fjórar kjúklingabringur
- Ein krukka af rauðu pestó
- Hálf flaska af maple sírópi
Aðferð:
- Blanda pestóinu og sírópinu saman í skál
- Krydda bringurnar með kryddi að eigin vali
- Setja bringurnar í skálina og láta marinerast eins lengi og þú vilt/nennir
- Setja í eldfast mót
- Elda í ofni á sirka 170-180 gráðum í 45-50 mínútur
Mér finnst mjög gott að rista furuhnetur og setja ofan á áður en ég ber fram. Gott meðlæti með þessum kjúkling eru hrísgrjón og ferskt salat, en auðvitað er það bara smekksatriði.
Ég mæli hiklaust með því að prófa þennan, svo einfaldur en svoooo góður!
Takk fyrir að lesa