Einfaldar Páskahefðir

Hver elskar ekki páskanna, súkkulaði hátíðina þegar sólin er loksins komin til að birta til á þessu kalda landi og loksins vetrinum að ljúka! Apríl og maí eru eflaust uppáhalds mánuðirnir mínir á árinu því þá kann ég einstaklega mikið að meta þá daga sem er sól, hlýtt og logn svo dásamlegt. Maður fært líka svo mikinn kraft frá allri þessari birtu. 

Í gegnum tíðina verð ég alltaf spenntari fyrir páskunum. Sem krakki fannst mér bara pirrandi að það væri frí en alltaf lokað í sundi … veit ekki hvort það sé enn raunin í dag ég fer lîka mjög sjaldan í sund. Frá því við fórum að búa hef ég alltaf reynt að finna hvað við getum gert til þess að halda upp á páskanna. Hérna eru þær einföldu hefðir sem við höldum í:

Páskablóm – Frá því að við byrjuðum að búa þá hef ég alltaf keypt páskablóm, annað hvort páskaliljur eða fallegan blómvönd. Finnst það alveg nauðsynlegt koma svoldið með vor fílinginn inn.

Kaupa páskaegginn saman – þetta er hefð sem mig langar að koma upp, að labba saman út í búð og kaupa páskaegg. Finnst það eitthvað svo skemmtilegt. Í ár fórum við Höður í bíltúr og keyptum páskaegg en það er alltaf næsta ár. Síðustu ár höfum við bæði keypt pipar appalólakkrís egg en í ár valdi ég smartíshnappa egg og pipartromp egg mjög spennt að smakka bæði vonandi verð ég ekki fyrir vonbrigðum en elska súkkulaðið sjálft hjá Nóa Siríus, vonandi er fínt nammi inn í egginu.

Páskaskraut – ég hef í gegnum árin haft augun opin fyrir fallegu páskaskrauti finnst svo gaman að hafa smá upp á stemminguna. Í ár keypti ég mjög sætar kanínustyttur í dimm og þæfð gul páskaegg í söstrene grene. Sá líka úrval af skrauti í Hagkaup,Tiger, Purkhús, Fjarðakaup og meiri segja í Krónunni, gaman að sjá hvað er orðið mikið úrval. Fyrir nokkrum árum málaði ég á eggjaskurn en þá braut ég smá gat sitthvoru megin á eggingu og blés eggið úr með röri og handmálaði svo á egginn. Mjög skemmtilegt og persónulegt skraut þó ég sé ekki mjög hæfileikarík þegar kemur að því að mála og teikna þá held ég mikið upp á þau egg og þarf held ég bara að bæta við eggjum þetta árið! 

Fjölskyldu útivera – alltaf þegar við erum í fríi förum við alltaf í góða útiveru saman hvort sem það er langur göngutúr í hverfinu eða fara gönguleið á höfuðborgarsvæðinu. Það er extra notalegt í birtunni og aðeins betra loftslagi eftir langan vetur…

Páskakaka – er hefð sem mig hefur lengi langað að festa í sessi. Elska að baka kökur og enn meira að borða þær! Hef bara alltaf miklað fyrir mér að það þurfi að vera svaka uppskrift. Í ár ætla ég baka döflatertuna hennar Lindu Ben með besta súkkulaðikreminu nema með rjóma en ekki kaffi í kremið. Er bara spennt! Hef verið að gera hálfa uppskrift og þar að leiðandi einn botn með nóg af kremi (líka hálf uppskrift) þá er kakan ekki eins þung í magan eins og kökur vilja oft verða þegar þær eru á mörgum hæðum. Ég ætla síðan að setja litla páskaeggja-nammið yfir kökuna, því hver elskar ekki enn meira súkkulaði.

Síðasta hefðin er páskabrunch þar sem maður byrjar á því að borða af páskaegginu meðan maður græjar brunchinn. 

Væri gaman að heyra hverjar ykkar páskahefðir eru! 

Gleðilega Páska! 🐣

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram
Tiktok
Youtube

Þér gæti einnig líkað við