Einfaldar eggjanúðlur með kjúkling

Ég elska að græja mér eitthvað hollt að borða í hádeginu. Þar sem ég er oftast ein heima með litlu skvísuna mína hef ég ekki alltaf mikinn tíma til að elda. Mér finnst því mjög gott að græja mér eitthvað sem er fljótlegt og gott og eru þessar eggjanúðlur þá mjög sniðugar!

Það sem þú þarft (uppskrift fyrir einn)

  • Kjúklingur (ég var með 130 gr)
  • 1 egg
  • 1 hreiður af eggjanúðlum
  • 20 gr. satay sósa
  • 1 msk soya sósa
  • Grænmeti að eigin vali – ég átti til gulrætur og lauk en það er gott að hafa t.d. papriku, brokkolí eða sveppi
  • Hvítlaukspipar og salt
  • Ólífuolía til matargerðar

Aðferð

  1. Byrjið á að skera kjúklinginn og grænmetið niður. Kryddið kjúklinginn með hvítlaukspipar og salti
  2. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn og grænmetið.
  3. Þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn þá er bætt satay og soya sósu út á pönnuna
  4. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Þegar suðan er komin þá er slökkt undir pottinum og eggjanúðlurnar settar út í. Gott er að hafa eggjanúðlurnar í pottinum í 4 mínútur og hræra reglulega í þeim
  5. Þegar núðlurnar eru tilbúnar eru þær settar út á pönnuna með kjúklingnum ásamt hrærðu egginu. Það þarf að passa að hræra vel í réttinum svo að núðlurnar festist ekki saman

Macros

Hitaeiningar 438

Kolvetni 38 gr.

Fita 12 gr.

Prótein 45 gr.

Mæli með að fylgjast með á Instagram ef ykkur vantar hugmyndir að hollum og góðum máltíðum

Þér gæti einnig líkað við