Egó prjón

Þótt ég sé alltaf með eitthvað á prjónunum prjóna ég nánast aldrei neitt á sjálfa mig. Síðast prjónaði ég peysu á sjálfa mig sumarið 2017 og hef notað hana mjög mikið, aðallega í hesthúsið. Mér finnst mjög gaman að prjóna barnaflíkur og prjóna því aðallega á Tristan Rafn en svo rata nokkrar flíkur í gjafa skúffuna. Í byrjun mars sá ég svo ofboðslega fallega peysu á netinu sem mig langaði að prjóna á sjálfa mig frá Knitting for Olive, hún heitir Bregne sweater. Ég gat ekki hætt að hugsa um hana svo ég dreif mig í Ömmu mús og keypti garn í hana. Ég notaði KFO merino og KFO soft silk mohair. Ég prjónaði peysuna í stærð L og passar hún fullkomlega en í peysuna fór 5 dokkur af hvoru garni og var mjög tæpt að ég ætti ekki nóg garn til að klára! Ég breytti peysunni örlítið, ákvað að hafa lágan kraga en ekki rúllukraga eins og er í uppskriftinni.

Peysan er svo ótrúlega mjúk og gott að vera í henni! Finnst hún ekki stinga og heldur ekki of hlý svo ég á pottþétt eftir að nota hana mikið

Þér gæti einnig líkað við