Ég fór í verslunarferð til Dublin með móður minni og systur í lok nóvember. Þetta var í annað skipti sem við förum til Dublin en við förum sirka annað hvert ár út í verslunarferð saman. Síðast fórum við til Dublin árið 2017 og vorum við mjög ánægðar með allt saman þannig að við ákváðum að fara aftur þangað.
Við gistum á Temple Bar Hotel í Temple Bar hverfinu núna. En það hótel er á milli Grafton Street og Henry Street (aðal verslunargöturnar).
Hótelið var bara mjög fínt. Það var snyrtilegt og starfsfólkið mjög almennilegt, morgunmaturinn var góður staðsetningin þægileg fyrir okkur.
Við vorum í 5 mínútur að labba á Grafton Street og sirka 9 mínútur á Henry Street.
Þar á undan gistum við á Westbury Hotel. Það er alveg á klassa fyrir ofan. Allt tipp topp og mega flott þar. En það hótel er í lítilli hliðargötu hjá Grafton Street. Mæli 100% með því en það er líka aðeins dýrara.
Á Henry Street finnið þið til dæmis þessar búðir:
Pull and Bear
Bershka
River Island
Stradivarious
H&M
Zara
Topshop
Mango
New Look
Dunnes
Miss Selfridge
Penneys (Primark)
TK Maxx
GAP
Debenhams
JD Sports
Marks and Spencer
Á Grafton Street finnið þið til dæmis þessar búðir:
& Other Stories
Brown Thomas
Disney
Rituals
Victoria’s Secret
Levi’s
Ecco
Hugo Boss
United Colours of Benetton
Gucci
Burberry
Massimo Dutti
Monsoon
River Island
Lululemon
The Body Shop
Listinn heldur endalaust áfram. Við versluðum bara á þessum tveimur götum en það er líka verslunarmiðstöð rétt hjá sem er með fullt af spennandi verslunum.
Við fórum aftur út að borða á Zizzi sem er ítalskur veitingastaður en það er hægt að fá geggjaðar pizzur, pastarétti og brauðstangir þar. Mamma pantaði borð fyrir okkur áður en við fórum út sem betur fer því það er alltaf brjálað að gera þar.
Við mæðgur mælum með Dublin til að versla. Við bókuðum ferðina um Black Friday helgina. Við flugum snemma á föstudagsmorgni og komum heim á mánudegi. Það voru afslættir í öllum búðum. Oft 30%-50% afsláttur og versluðum við allar jólagjafirnar þarna úti. Flugtíminn er líka þægilegur en við vorum rétt rúma tvo tíma að fljúga aðra leiðina.
xo
Guðrún Birna