Draumaferð til Bali

Ég hef lengi átt mér þann draum að ferðast til Bali og þar sem ég á stórafmæli á næsta ári ákvað ég að gefa sjálfri mér draumaferðina mína í afmælisgjöf. Mín helstu áhugamál eru ferðalög og æfingar, og í þessari ferð ætla ég að sameina þessi tvö áhugamál mín því ég pantaði mér tveggja vikna fitness-bootcamp á Bali. Ég pantaði mér bootcampið í gegnum Ultimate fitness holiday þar sem ég hef verið að fylgja þeim lengi og leist rosalega vel á. Í miðju covid ástandi voru þeir að bjóða uppá tilboð sem hljóðaði uppá 50% afslátt af bootcampinu með sveigjanlegum dagsetningum. Ég pantaði bootcampið í Júní 2021, en allt að tveimur vikum fyrir þá get ég breytt dagsetningunni. Ég þurfti að borga 100 evrur út og svo má ég borga mánaðarlega alveg niður í 50 evrur á mánuði þangað til ferðin er greidd. Hægt er að skoða verðskránna þeirra HÉR. Innifalið í bootcampinu eru allskonar æfingar, meðal annars jóga og crossfit, gisting í einhverskonar resort með sundlaug í garðinum, morgunmatur, hádegismatur, surf kennsla, ferð til Ubud og margt fleira, en flugið þarf maður að panta og greiða sér, en þeir aðstoða mann við það alveg frítt ef maður vill nýta sér þá aðstoð. En ég ætla ekki að fara að spá neitt í fluginu fyrr en einhverntíma eftir áramótin. Maður veit víst aldrei hvað verður. En ég er alveg ótrúlega spennt fyrir þessu, sérstaklega þar sem ekkert varð né verður um utanlandsferðir á þessu ári. Mig langar að sýna ykkur nokkrar myndir frá bootcampinu.

Allar myndir í færslunni eru teknar af heimasíðu Ultimate fitness holiday. Einnig langar mig að taka fram að þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við