Desember photo dump

Komiði sæl og gleðilegt nýtt ár. Það er mikið búið að ganga á í samfélaginu undanfarnar vikur en ég vona að flestir hafi átt ánægjuleg jól og áramót þrátt fyrir allt saman. Við vorum ansi heppin en enginn í minni nánustu fjölskyldu þurfti að vera í einangrun/sóttkví og gátum við því haldið jól með nokkuð eðlilegu móti.

Í byrjun desember kláraði ég fyrstu önnina mína í meistaranáminu. Ég og maðurinn minn skelltum okkur til Berlínar í helgarferð strax og skólanum lauk til að halda uppá fertugsafmælið hans. Það var ansi gott að komast frá öllu (skóla, vinnu, húsamálum…) í nokkra daga og njóta aðeins lífsins. Laugardeginum fyrir jól var hið árlega villibráðajólaboð hjá pabba og konunni hans fyrir öll okkur systkinin. Á aðfangadag vorum við hjá pabba en þetta er í fyrsta skipti sem við erum ekki heima hjá okkur á aðfangadag. Á jóladag fórum við ásamt systkinum mínum til mömmu og mannsins hennar í hangikjöt. Um áramótin vorum við svo aftur hjá pabba og konunni hans sem var ansi þægilegt en við búum við hliðina á þeim á meðan við erum að byggja.

Það verður ansi ljúft að geta haldið jólin í nýja húsinu okkar næstu jól. Við höfum alltaf verið heima um jólin og boðið fjölskyldunni til okkar. Við erum svo spennt fyrir því að flytja en það gerist vonandi fyrir sumarið.

xo

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við