DansFit heimaæfingar

Stundum finnst mér ótrúlega þægilegt að gera æfingar heima. Sérstaklega ef það er vont veður og ég nenni ekki út, eða ef ég er í tímaþröng og nenni ekki að eyða tíma í að koma mér á staðinn. Ég á eitthvað af lóðum og þess háttar heima til að geta tekið góðar æfingar, en stundum er ég bara ekki í stuði fyrir þannig æfingar. Stundum langar mig bara að gera svona gamaldags eróbik æfingar eða einhverskonar dans æfingar. En þar sem ég kann ekkert á svoleiðis sjálf, þá fer ég alltaf á youtube og finn einhverjar æfingar þar sem eru þá sirka 20-30 mínútna langar. Þetta er svo gaman, maður einhvernveginn gleymir sér alveg og ég svitna alltaf alveg ótrúlega mikið. Ég mæli svo mikið með að prófa þetta. Hér eru nokkrar sem mér hefur fundist skemmtilegar: 

 

 

 

 

 

 

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við