Dagbók í ipad

Þá er 2023 gengið í garð og nýtt dagbókar tímabil. Ég hef alltaf verið með dagbók og finnst svo gott að skrifa niður það sem þarf að gerast og hvað er á dröfninni. Í þetta skipti ákvað ég að prófa að kaupa digital dagbók þar sem ég keypti mér ipad á síðasta ári og hef séð mikið á tiktok um digital dagbækur.  

Ég keypti mína dagbók á etsy og nota með henni appið notability, líka til dæmis hægt að nota goodnotes. Ég er spennt að prófa þetta kemur kannski í ljós eftir einn tvo mánuði hvernig mér gengur að vera ekki með alvöru pappír. Það er samt hægt að kaupa filmu á skjáinn sem kallast “paperlike” og á að gefa svipaða tilfinningu og skrifa á pappír. 

Til þess að finna dagbók sem hentar þér mæli ég með að leita digital planner í leitinni á etsy. 

Hérna er linkur, á bókina sem ég keypti.

Hérna er linkur,á appið sem ég nota með henni.

Gleðilegt skipulags ár!

Takk fyrir að lesa – Þangað til næst 🤍

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi. Instagram Tiktok Youtube

Þér gæti einnig líkað við