Byrja að vinna eftir fæðingarorlof

Það er mjög skrítið að vera byrjuð aftur að vinna eftir orlof. Það var alveg dásamlegt að vera ár í orlofi og þvílík forréttindi! Skal samt ekki ljúga að ykkur að ég væri alveg til að vera í orlofi með okkar manni þangað til hann fer á leikskóla í haust. Þrátt fyrir það er bara nokkuð fínt að byrja vinna aftur og þurfa ekki að vera allan sólarhringinn með hann. Hef bara ekki verið svona mikið “ein” í ár, þar sem litli maðurinn treystir á mann í einu og öllu.

Ótrúlega skrítið hvað mér finnst ég fá mikla pásu með því að vera í vinnunni ég fæ svo mikinn frið til að vera bara ég. Það er alveg magnað hvað maður stoppar ekki á mömmu-vaktinni þegar maður er með barninu sínu þrátt fyrir að hann sé að leika með pabba sínum. Þá er maður bara alltaf að fylgjast með honum og pæla hvað hann þarf. Það er alveg fínt að fá smá pásu frá hvert öðru meðan ég er í vinnunni og koma heim í dýrmætt knús og fjör eftir daginn hjá ömmu sinni eða pabba sínum. Okkar maður er svo alsæll hjá ömmu sinni þannig það eru engar áhyggjur að hafa. Svo dýrmætt fyrir þau að geta verið tvö saman. 

Bjóst eiginlega við því að mér þætti erfitt að vera svona lengi frá honum yfir allan daginn en mér finnst þetta ekki vera svona langur tími þegar ég er í vinnunni enda nóg að gera þar. Líka kostur að fá myndir inn á milli. Þannig mér finnst það þannig séð ekkert mál og er alveg enn þá að venjast því að vera komin aftur í vinnuna eftir orlof það kemur með tímanum. 

Eitt tips ef þú ert að fara byrja að vinna eftir orlof eða í sumarvinnu að byrja í miðri viku því fyrstu daganna er maður alltaf að meðtaka svo mikið að upplýsingum að maður verður enn meira uppgefin ásamt því að venjast því að vinna heilan vinnudag aftur. Þá er styttra í helgarfrí þá verður maður endurnærðari fyrr.

Síðan er líka margfalt betra að koma heim eftir vinnu og fá besta knús í heimi 🤍

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍

Instagram

Tiktok

Youtube

Þér gæti einnig líkað við