Brúðkaupsbókin

Sjö mánuðum eftir brúðkaup fannst mér vera kominn tími til að panta brúðkaupsbók, myndaalbúm með myndum frá stóra deginum. Ég ákvað að nota Photobox til að búa til og panta bókina. Ég valdi albúm sem heitir A3 Lay Flat Photobook. Stærðin er mjög góð að mínu mati og opnast bókin alveg flöt þegar maður er að skoða hana sem mér finnst vera lykilatriði.

Maður getur látið forritið í Photobox raða myndunum fyrir sig í bókina. Ég raðaði hverri mynd í bókinni sjálf og valdi hvernig hver blaðsíða lítur út. Það er hægt að velja um fullt af „layout-um“ þannig að sumar myndir eru stórar og aðrar minni. Þetta var mikið púsl en alveg þess virði. Byrjunargjaldið er 70 pund en ég bætti við fullt af aukablaðsíðum því ég var með svo margar myndir. Ég borgaði 12.000 sirka fyrir hana en ég pantaði hana þegar það var 40% afsláttur á síðunni. Það er frekar oft einhverjir afslættir í gangi.

Ég nota Photobox mjög mikið og pantaði ég til dæmis stóru veggmyndirnar sem ég bloggaði um um daginn þar.

Erum ótrúlega ánægð með bókina ♡

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við