Ókei,
Mér hefur loksins tekist að safna saman myndum af fallegu brúðartertunni minni…. okkar….
En í öllu stressinu á þessum degi, þá steingleymdi ég að biðja ljósmyndarann að taka mynd af henni.
Ég hafði séð svo rosalega fallegar kökur á Facebook síðu Kökurnar mínar.
En hún Anna Margrét gerir einstaklega fallegar og vandaðar kökur og mæli ég mikið með að kíkja á síðuna hennar og skoða listaverkin hennar.
Svo sá ég inná „Brúðkaups hugmyndir“ grúbbuni að stelpurnar þar voru að tala um hvað kökurnar hennar voru fallegar og góðar á bragðið, því let’s face it – það er innihaldið sem skiptir öllu!
Ég ákvað því að hafa samband við hana og fékk mjög skjót svör og gat hún tekið þetta verkefni að sér.
Ég var búin að sjá eina tertu hjá henni sem mér þótti ótrúlega falleg.
Hún var þannig sett upp að hún var saga hjónanna og langaði okkur að gera slíkt hið sama.
Neðsta myndin: fyrsta stefnumótið okkar, en það var í World Class á Seltjarnarnesi.
Mið myndin: Baltasar kominn í heiminn.
Efsta myndin: Giftingin.
Þar sem brúðkaupið var í 2 klst akstri frá höfuðborgarsvæðinu, að þá skutlaði hún kökunni til tengdó í Hafnarfirðinum sem komu með kökuna með sér vestur.
Við fengum mynd senda af kökunni kl 9 um morguninn á brúðkaupsdaginn, og í alvöru þá fékk ég vægt sjokk.
Trúði varla að þetta væri mín kaka! Hún var svo falleg!
Ég viðurkenni að ég fór næstum að gráta, já maður er pínu viðkvæmur og tilfinningaríkur á þessum degi.
En langaði mig bara að gefa Kökurnar mínar mín bestu meðmæli.
Allt sem hún gerir, samskipti, þjónusta, baksturinn, þetta fær allt mín 100%!
-Aníta Rún.