Við keyptum nú á dögunum ný náttborð inní hjónaherbergi. Þau heita Vikhammer og eru frá Ikea. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af þeim enda rosa stílhrein og flott. Frá því að við settum þau saman hefur mig alltaf langað til að hengja þau á vegginn. Til þess að gera það þarf að taka fæturnar / grindina af. Ég hugsaði með mér að þetta væri enga stund gert og létt verk.
Eins flott og þau eru þá finnst mér þau njóta sín betur ef maður tekur grindina af. Þið voruð mörg mjög sammála mér og áhugasöm um ferlið. Ég ætla því að deila því helsta með ykkur hér🖤
Tæki og tól sem þið þurfið; multisög, vinklar, hallarmál, skrúfvél og skrúfur.
Byrjið svo að losa grindina frá.
Mælið fyrir vinklunum og notið multisögina til að saga úr bakinu.
Þegar þið takið grindina af kemur þessi skrúfa úr. Hún heldur náttborðinu örlitlu saman og á hún því heima þarna. Skrúfan kemst ekki alveg niður fyrst að grindin er farin. Það þarf því að dýpka gatið.
Vinklarnir komnir á. Nú þarf bara að festa á vegginn 👏🏼
Þetta er svo miklu flottara. Er í skýjunum með útkomuna 😍
Ef það vakna upp einhverjar spurningar ekki hika við að senda á mig 🖤