Breytingar í stofunni heima – fyrir & eftir myndir

Færslan er ekki kostuð, höfundur keypti vörurnar sjálfur

Við Óli keyptum okkur hús í apríl í fyrra, sem er svosem ekki frásögu færandi, en þegar við fluttum tókum við með okkur sjónvarpsskápinn okkar. Gamla heimilið okkar var töluvert minna en þetta sem við fluttum í og passaði sjónvarpsskápurinn flott inní stofuna þar. Sjónvarpsveggurinn á nýja heimilinu var töluvert stærri og sáum við strax að gamli sjónvarpsskápurinn myndi ekki passa þarna inn. Þegar við svo fluttum létum við gamla sjóvarpsskápinn okkar í stofuna og ætluðum við bara að skoða í rólegheitum nýjan sjónvarpsskáp. Mig hefur langað í Besta skápana frá IKEA síðan 2015 en keypti ég mér þá aldrei því ég vissi að það væri stutt í að við myndum flytja og var ekki víst hvort eða hvernig skáparnir myndi passa á nýja heimilinu. Það voru líka „allir“ að kaupa þessa skápa á tímabili og finnst mér það ekkert voða spennandi. Þannig að við ákváðum að skoða aðra skápa en Besta. Við skoðum helling en fundum hvergi það sem við vorum að leita af. Við vildum hafa upphengdan skáp þar sem Ágústa Erla lætur sjónvarpið alls ekki vera og var það alltaf þakið fingraförum. Við biðum bara eftir því að hún myndi lemja einhverju dóti í sjónvarpið og eyðileggja það. Það er einnig mjög hátt til lofts þannig að við vildum nýta vegginn vel. Við fundum einn mjög flottan í Rúmfatalagernum en það var ekki hægt að hengja hann upp því hann var alltof þungur.

Við hættum svo að hugsa um þennan blessaða sjánvarpsskáp þangað til í desember. Þá fannst okkur tími kominn að kaupa nýjan skáp. Við skoðuðum fullt en enduðum á því að kaupa Besta frá IKEA og sé ég alls ekki eftir því. Við tókum þrjár stærstu einingarnar, völdum okkur hvítar og hurðarnar eru einnig hvítar með einhverskonar láréttum rákum, mjög flottar. Við hengdum skápinn upp og boruðum gat í hann að ofan og neðan til að koma snúrunum inn svo þær sjáist ekki. Erum við mjög ánægð með útkomuna.

 
Fyrir og eftir 

Við hengdum einnig upp tvær myndir en það eru ljósrit af forsíðu Morgunblaðsins dagana sem við Óli fæddumst. Hugmyndina fékk ég hjá Andreu, bloggara á Króm.

Ótrúlegt hvað einn skápur getur gert mikið. Ég er mjög ánægð með útkomuna.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við