Box í eldhúsið

Það eru 18 dagar til jóla sem þýðir að jólabaksturinn er löngu farinn af stað á þessum bæ. Áður en baksturinn hófst tók ég eldhúsið smá í gegn. Þreif allt hátt og lágt og skipulagði vel. Ég keypti líka ný box en það var löngu kominn tími á að endurnýja þau. Ég hef fengið fjölda spurninga varðandi boxin og langaði mig að sýna ykkur þau aðeins betur.

Boxin keypti ég í Byko. Ég keypti síðan vínyl límmiða inná Etsy.com Ég er orðin ótrúlega hrifin af þeirri síðu en það er margt fallegt að finna þar inná. Ég pantaði líka límmiða á krukkurnar fyrir þvottahúsið. Mikill kostur hvað þetta er fljótt að koma og kemur í póstkassann.

Límmiðarnir koma vel út á krukkum líka 😊

Ég keypti límmiða fyrir allt sem er inní eldhúsi þar á meðal fyrir morgunkornið og pastað. Það kemur ótrúlega vel út er mjög ánægð með þetta skipulag 😊

 

Ef þið ætlið að panta ykkur límmiða þá myndi ég ekki nota íslenska stafi! Ég prufaði það fyrst og kom það ekki vel út. Íslensku stafirnir kom ekki í sama letri þannig þið endið með límmiða með tvenns konar letri. Allar kommurnar gerði ég síðan með svörtu teipi þannig þetta var smá handavinna í rest 😊

Eigið góðan dag!

Þér gæti einnig líkað við