Bósi og Viddi

Bósi Ljósár, Viddi og félagar úr Toy Story ævintýrinu eru í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðginum og í dag er öskudagur! Að því tilefni ætlum við mæðgin að taka þátt í þeim gleðskap. Því kom ekki annað til greina en að við myndum klæða okkur upp sem þeir félagar – Bósi og Viddi, bestu vinirnir og ráfa saman um götur Reykjavíkur í leit að sælgæti í skipti fyrir söng.

Það var ansi auðvelt að finna Bósa ljósárbúning handa Adda. Við fundum fullkominn Bósa búning í næstu verslun Hagkaupa á 4.990 krónur.

En þá var það nú Viddi.
Ég fann gula skyrtu í NEW YORKER á 1.100 krónur og rauðan klút á 590 krónur.
Galabuxurnar, brún stígvél og hvítan bol átti ég.
En keypti kúrekahatt, lögreglumerki og byssu í partýbúðinni á 1.990 krónur.
Sem sagt kostaði þetta í heildina 3.680 krónur.
Eina brasið var að klippa hvíta bolinn út sem versti og spreyja nokkrar svarta bletti í hann

Bestu kveðjur,
Bósi og Viddi

Þér gæti einnig líkað við