Börnin og jólin

Nú eru fimmtu jól eldri stelpunnar minnar að ganga í garð. Hún er mikið jólabarn alveg eins og pabbi sinn og elskar pakka alveg eins og mamma sín!
Ég tók eftir því í vikunni hvað hún var ofur mikið spennt fyrir jólunum og næstu dögum. Ekki skrýtið enda mikið að gerast, fá í skóinn á hverjum degi, jólaball í leikskólanum ásamt jólapeysudögum, jólaföndri og Helgileik sem hún tók þátt í. Hún er búin að spyrja alla vikuna hvenær við ætlum að kaupa og skreyta jólatréð og pakka öllum gjöfunum inn, er mega peppuð fyrir öllu. Sem er allt mjög skiljanlegt og gaman. Við ætlum samt að passa aðeins betur þessi jól að hún njóti betur. Hún fór í algjört spennufall eftir síðustu jól og ég veit að hún er ekki eina barnið um það. Hún fékk að opna alla sína pakka ásamt því að hjálpa okkur foreldrunum með okkar líka. Allir pakkar rifnir upp og drifið sig í næsta. Það er frekar erfitt að segja ofurspenntu barni að róa sig niður á aðfangadag í pakkaflóðinu! Það verða ennþá fleiri pakkar í ár þar sem að systir mín verður hjá okkur ásamt maka og tveimur börnum þannig að stuðið verður mikið.
Við erum að byggja upp mikla spennu hjá börnunum í margar vikur, bæði við ásamt samfélaginu og þá leikskólunum. Óaðvitandi skapar þetta mikla spennu og eftirvæntingu í börnum og börn höndla þessa spennu mis vel.

Myndir frá því í fyrra.

Ég ætla að taka nokkra pakka til hliðar sem við ætlum að opna með henni daginn eftir. Reyna að “lengja” gleðina um annan dag og hafa kósý stemmingu. Börn geta ekki stjórnað tilfinningum sínum jafn vel og fullorðið fólk og þurfum við að hjálpa þeim og styðja þau. Jólin geta verið yfirþyrmandi fyrir svona lítil krútt. Gleymum okkur ekki í einhverju jólastressi, njótum með nánustu fjölskyldu og pössum ofurspenntu litlu börnin okkar.

xo

 

 

 

 

 

 

Instagram–> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við