Þegar við fluttum inn í íbúðina sem við erum í núna áttum við nánast engin húsgögn. Vorum tiltölulega nýflutt frá Noregi og bjuggum heima hjá frænku hans Freys þangað til við náðum að kaupa okkur fasteign. Þegar við fengum afhent þá þurftum við að kaupa flest allt nýtt og var margt keypt í hálfgerðu flýti sem yrði þá bráðabirgða. Þar með talið borðstofuborð og fjórir stólar.
Í rúm tvö ár er ég búin að hafa augun opin fyrir nýju borðstofuborði. Flest öll borðin sem við skoðuðum fannst okkur alltof dýr, sérstaklega þar sem við erum ekki í okkar framtíðar eign.
Ég rakst á borð í Bústoð í Reykjanesbæ, annað en það sem við enduðum á að kaupa samt. Þar sem maðurinn minn vinnur stundum í Reykjanesbæ bað ég hann um að skoða það fyrst áður en ég myndi gera mér ferð. Hann fékk svo ótrúlega góða þjónustu þar, eigandi búðarinnar nefndi meira að segja við hann að þetta borð fengist í verslun í Reykjavík svo ég gæti skoðað þar. Það hefði í raun verið auðveldara fyrir okkur að versla það í Reykjavík frekar en það var þvílíkur verðmunur að það borgaði sig svo að gera sér frekar ferð á Reykjanesið. Borðið er svo ótrúlega veglegt en á svo rosalega góðu verði.
Verslunin er á þremur hæðum og eru þau meðal annars með Bitz, Iittala, Zone Denmark og margt fleira. Á mjög góðu verði í þokkabót.
Mæli allavega með að gera sér ferð og skoða þessa falda perlu í Reykjanesbæ.
Hér er beinn linkur á borðið -> HÉR
Eftir:
Nýja borðið og nýju stólarnir.♡
Sjáið betur fæturna sem heilluðu mig verulega og fann síðan stóla sem voru með svipuðum fótum.
Borð: Bústoð
Stólar: Húsgagnahöllin
Bekkur: Rúmfatalagerinn
Gæra: Rúmfatalagerinn
Blómavasi: Módern
Gerviblóm: Módern
Myndarammar: Ikea
Spegill: Líf og list
Plantbox: Epal
Færslan er unnin í samstarfi við Bústoð í formi afsláttar.