Borðbúnaður fyrir minnstu krílin – Babina.is

Færslan er unnin í samstarfi við Babina.is
Afsláttarkóði neðar í færslunni. 

Við höfum aðeins verið að vinna með BLW (baby led weaning) þegar kemur að matartímanum hjá stelpunni minni.
BLW snýst aðalega um það að börnin borði sjálf. Sleppa mauki, eða lágmarka það, og bjóða upp á fingramat í staðin.
Þessi aðferð þjálfar fínhreyfingarnar og börn fá tækifæri til þess að kanna bragð og áferð á matnum.

Það var ekki planað en ákváðum að prufa og henni fannst mjög spennandi að fá að borða sjálf. Það er að vísu aðeins meiri subbuskapur í kringum þetta þar sem mikill matur fer á gólfið og upp á veggi en það minnkar með tímanum.

Ég veit ekki hversu marga diska og skálar með sogi ég keypti en það endaði alltaf í gólfinu áður en hún náði að klára að borða. Erum með Nomi matarstólinn og eftir að hafa talað við nokkra foreldra sem eiga þann stól þá festast diskar með sogi illa á Nomi borðinu.

Er að fylgja nokkrum á Instagram sem eru að vinna með BLW og margir með borðbúnað frá merki sem heitir ezpz og nýlega sá ég að það var íslensk netverslun sem er að selja þessar vörur og fékk ég í gjöf nokkrar vörur til þess að prófa.

Hef verið að prófa þessar vörur í tæpan mánuð núna og stóðust þær allar mínar væntingar. Helst meira að segja á Nomi borðinu. Stelpan mín var hins vegar fljót að finna út hvernig á að losa diskana af borðinu en hún þarf að hafa mikið fyrir því og hefur því ekki enn náð að henda þeim á gólfið.

Langaði að deila með ykkur okkar uppáhalds vörum hjá Babina.

Þetta sett er fínt byrjendasett og hentar fyrir 4 mánaða+. Fæst hér
Við notum þessa skál mikið fyrir hafragrautinn á morgnanna.

Þetta sett hentar einnig fyrir 4 mánaða+ og skeiðin og gaffallinn fyrir 12 mánaða+. En stelpan mín er 8 mánaða og notar skeiðina. Við notum þetta í nánast öll mál, fyrir utan morgunmatinn. Reyni að hafa fjölbreyttan mat í boði. Stóra hólfið hef ég undir matinn og litlu hólfin undir ávexti og sósur. Fæst hér

Tvær skeiðar í pakka fyrir 4 mánaða+, fæst hér. Og skeið og gaffall í pakka fyrir 12 mánaða+, fæst hér.
Hún er ekki enn farin að nota gaffalinn, en skeiðarnar allar notar hún.

Glas með röri, fæst hér. Glösin koma í tveimur stærðum, Mini Cup og Tiny Cup.
Tiny cup hentar 4 mánaða+ og Mini cup hentar fyrir 12 mánaða+

Síðan eru þau með ótrúlega fallega sílíkon smekki í mörgum litum og mynstrum frá Loulou Lollipop.

Getið skoðað úrvalið hér.

Kóðinn „ingajons“ gefur ykkur 15% afslátt af öllum vörum inn á Babina.is

Er dugleg að deila matarhugmyndum á Instagram ef þið viljið fylgjast með ♡

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við