BOOHOO – new in

Ég pantaði mér nokkrar flíkur á Boohoo í lok apríl. Ég fékk sendan afsláttarkóða á afmælisdeginum mínum og freistaðist aðeins. Ég keypti mér föt sem ég get notað eftir meðgöngu. Ég er mjög spennt að fara nota „venjuleg“ föt aftur.

Mér sýnist flest vera á 25% afslætti núna og auka afsláttur af því kóðanum SALE. En eitthvað af því sem ég keypti er búið eða lítið eftir af, það eru samt svo margar flíkur líkar þannig að það er ekkert mál að finna svipuð föt. Svo mikið til hjá þeim.

Þetta sett kom mér á óvart, efnið er flottara en ég hélt. Hægt að nota hann í kósý en einnig hægt að klæða hann upp með blaser eða leðurjakka og flottum strigaskóm. Hlakka til að nota þennan eftir fæðingu.

Fæst hér.

Langaði í svarta „plain“ derhúfu, þessi kostar 7 pund.

Fæst hér.

Ég er kannski sein í þessu trendi en ég ákvað loksins að prófa kaupa mér svona stuttbuxur.

Fást hér.

Efnið í þessari er flottara en ég hélt, hlakka til að nota þessa í sumar og jafnvel við stuttbuxurnar. Keypti hana í brúnu.

Fæst hér.

Þessi er mega gúrme.

Fæst hér.

Ég var spenntust fyrir þessari kápu. Mig langaði í kápu sem væri ekki of fín, ég á svo margar þannig. Langaði í einhverjar sem ég gæti hent yfir mig til dæmis þegar ég færi í göngutúr með vagninn. Hún er geggjuð í bleiku líka en ég ákvað á endanum að kaupa beige.

Fæst hér.

Henti þessum með. Hélt að glerið væri meira „see-through“ en það speglast mikið, eru mjög lík Quay gleraugunum mínum sem heita High Key eeeen það er allt í lagi – get haft þessi í bílnum.

Fást hér.

Hér er ég í kápunni og með sólgleraugun. Ég tók kápuna í stærð UK 10.

Eins og þið sjáið valdi ég mjög þægileg og kósý föt, eitthvað sem er gott að vera í eftir að maður er nýbúinn að eiga.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við