Bókaáskrift

Þegar ég var ólétt rakst ég á bókaáskrift frá Edda.is sem er ætluð litlum börnum. Áskriftin heitir Disney-kríli og eru þroskandi sögur fyrir yngstu börnin. Mér fannst þessi áskrift algjör snilld og ákvað strax að mig langaði að skrá barnið mitt í þessa áskrift en mér finnst mjög mikilvægt að barnið alist upp með bækur í kringum sig. 

Í hverjum mánuði fær Tristan eina bók með skemmtilegri sögu. Bækurnar eru með hörðum blaðsíðum svo hann getur skoðað sjálfur og smakkað aðeins á þeim án þess að þær eyðileggist. Við erum búin að fá sex bækur og eru þær allar mjög mikið skoðaðar. Við sitjum saman og lesum og svo leikur hann sér líka með þær sjálfur. 

Þegar Tristan verður eldri reikna ég með að við færum hann yfir í Disney klúbbinn en ég var sjálf í þeim klúbbi þegar ég var lítil og man ennþá hvað var gaman að fá nýja bók í hverjum mánuði!

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

 

Þér gæti einnig líkað við