Ég hef verið að fá ótal fyrirspurnir útaf boðskortunum sem ég sendi fyrir skírnina hjá Benjamín inná snapchat og Facebook, svo ég ákvað að setja í eina færslu til að auðvelda öllum.
Hvað varðar boðskort þá fer ég pínu „gömlu“ leiðina. Kýs að láta prenta út boðskort og senda þau heldur en að bjóða í gegnum Facebook.
Sjálfri finnst mér ótrúlega persónulegt og skemmtilegt að fá boðskort og safna ég þeim sem ég hef fengið í gegnum tíðina.
Ég gerði boðskort fyrir skírnina hjá Benjamín og hannaði ég þau sjálf inná síðu sem heitir Canva.com
Þótti mér hún mjög þægilega upp sett og var þetta alls ekki flókið.
Þau bjóða uppá tilbúin kort en svo geturu líka hannað þín eigin. Sum kort kosta, en sá kostnaður er aldrei mikill.
Kortið sem ég bjó til kostaði 1 dollara en það var í rauninni bara bakgrunnurinn sem ég valdi mér að hafa.

Þú þarft að stofna aðgang til að nota síðuna, en þú getur auðveldlega skráð þig í gegnum Facebook.
Svo eins og sjá má á myndinni fyrir ofan að þá er hægt að gera fullt af allskonar, ekki bara boðskort.
Þegar kortahönnuninni var lokið þá hafði ég mjög skamman tíma til að láta prenta út og senda á fólk svo ég gat ekki notað Photobox eins og ég geri alltaf, svo ég hafði samband við nokkra staði hér heima til að láta prenta út fyrir mig, og fékk ég besta verðið hjá Háskólaprent. En það munaði 2500 kr í verði og hjá öðru fyrirtæki meðal annars.
En ég mæli með að fá tilboð í prentanir frá sem flestum stöðum þegar kemur að því að láta prenta út fyrir sig í miklu magni.
Annars fær Photobox mín meðmæli ásamt Háskólaprent, skjót svör og flott vinnubrögð.
Ég hef verið að fá sendingar frá Photobox innan við 7 virka daga.
Vonandi gefur þetta einhverjum hugmyndir fyrir komandi veislu.
Kveðja,
Aníta Rún
Instagram: anitarg