Blómvöndur sem endist í allt að tvö ár

Ég elska að fá gefins blóm, eitt sem mér finnst hins vegar ekki gaman er þegar þau deyja. Ég hef rætt það áður við manninn minn þegar hann gefur mér fallega vendi. Segi honum oft hvað ég er sár að sjá blómin deyja og vildi að þau lifðu lengur. Núna síðasta Valentínusardag gaf hann mér vönd og sagði mér að hann myndi endast í tvö ár. Ég hélt fyrst hann væri að stríða mér en svo var ekki.

Þessi vöndur er keyptur frá Flowers by Monika og notar hún sérstaka tækni með glýceról. Rósirnar halda sér flottar og líflegar í kringum tvö ár og þurfa ekki vatn né sól. Öll blóm deyja þegar raki í þeim klárast. Glýceról hægir á því ferli og lengir líftímann þeirra. Það eina sem þarf að hafa í huga er að þurrka allt ryk varlega af, snerta sem minnst og forðast mikið sólarljós.

Ég er svo ótrúlega ánægð með blómin. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona sérstök blóm og held ég mikið upp á þau. Það sér ekki á vendinum í dag og er ég búin að eiga hann í hálft ár. Ég mæli hiklaust með þessum blómum ef þið viljið blómavendi sem endast 🖤

 

Þið finnið Flowers by Monika hér á Facebook & á Instagram.

Hef þetta ekki lengra 🖤

** Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi **

 

 

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við