Það eru aldeilis spennandi tímar framundan hjá mér og fjölskyldunni minni. Ég sagði frá því á Snapchat-inu mínu um daginn að við værum að stefna að því að flytja til Barcelona í haust. Okkur hefur alltaf langað að prófa búa erlendis og urðum við ástfangin af Barcelona þegar við fórum þangað í fyrra. Óla langaði aftur í skóla og sótti hann um í viðskiptaskóla þar í Digital Marketing. Hann fékk símhringingu frá skólanum í síðustu viku þar sem að þeir færðu honum þær fregnir að hann væri kominn inn í skólann! Þá er það alveg staðfest hjá okkur að við erum að fara flytja til Barcelona í haust! Ég stefni líka á mastersnám en ég er að útskrifast núna í júní með BA í sálfræði. Mig langar samt að taka pásu í ár og ætla því ekki í master fyrr en þarnæsta haust og þá líka í Barcelona. Þannig að fyrst um sinn ætla ég sko að njóta lífsins. Vera með Ágústu Erlu, plana brúðkaup, vera í ræktinni, fara á spænsku námskeið og slaka á.
Við viljum reyndar ekki búa í miðborg Barcelona en við höfum verið að skoða Castelldefeles eða Gavá sem eru hluti af Barcelona en aðeins fyrir utan, við strandlengjuna. Ágústa Erla fer á leikskóla hluta af deginum og höfum við verið að skoða leikskólamál þar. Það er ekkert mál að komast inn á leikskóla þarna og er verðið svipað og við erum að borga núna en við erum að skoða einkarekna leikskóla þarna úti.
Við Óli erum búin að bóka okkur flug í maí og ætlum að skoða hvar okkur líst best á að búa.
Fyrst við erum að fara út í þetta ævintýri á annað borð þá erum við búin að ákveða að gifta okkur í Barcelona í maí eða júní á næsta ári!
Við erum semsagt búin að vera skoða staði sem bjóða uppá að halda brúðkaup og eru þessir staðir draumi líkast. Planið er að hafa úti brúðkaup á eða nálægt ströndinni og ætlum við að skoða þá staði sem okkur líst best á núna í maí og bóka fyrir næsta ár.
Áður en við förðum út, semsagt núna í sumar, ætlum við að selja allt sem við eigum. Húsið, bílana, húsgögnin… allt. Við ætlum samt sem áður að eiga eitthvað hérna á Íslandi og ætlum því að kaupa litla íbúð sem við myndum leiga út. Ætlum ekki að koma svo aftur heim og eiga ekki neitt.
Það er því ansi mikið að fara gerast næstu mánuði og erum við ekkert smá spennt fyrir þessu öllu.
Ef þið viljið fylgjast með ævintýrinu okkar, flutningum, brúðkaupsundirbúningi og fleira þá ætla ég að vera dugleg að sýna á Snapchat og Instagram.
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla