Bleikar vörur í Bleikum október

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleika slaufan 2021 er hönnuð af Hlín Reykdal skartgripahönnuði. Með kaupum á Bleiku slaufunni styður þú starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum.

Einnig er hægt að kaupa fleiri vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum sem styðja við þetta þarfa málefni og tók ég saman nokkrar vörur sem gripu mig.

  • Bleikur Wonder Brush hárbursti –> Wonder Brush hárburstarnir frá HH Simonsen eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn. SmartFlex burstarnir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni. Allur ágóði af sölu rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Fæst hér og á öllum sölustöðum HH Simonsen.
  • Bleik húfa frá 66°Norður –> Hlý og mjúk húfa úr ullarblöndu, Suðureyri frá 66°Norður. 80% ull, 20% polyester. 1000 krónur af bleikum húfum 66°N renna til Bleiku slaufunnar. Fæst hér.
  • Bleiki sokkurinn frá Sockbox –> Þriðja árið í röð eru Krabbameinsfélagið og Sockbox í samstarfi með bleika sokkinn. Þægilegir sokkar úr 80% bómull, 17% nylon og 3% spandex. Sokkarnir eru seldir til styrktar Bleiku slaufunni. Fást hér.
  • Bleika sápan frá URÐ –> Er náttúruleg og inniheldur hreinar ilmolíur, lavender og greip. Hver sápa er handgerð úr íslenskri repjuolíu, kókosolíu og shea smjöri. Sápurnar eru mótaðar eins og fjöll með dökkum toppi og er hver sápa einstök í útliti. Útlit sápanna minnir á konubrjóst en á umbúðunum má finna upplýsingar um brjóstakrabbamein. Af hverri seldri sápu renna 600 krónur til Bleiku slaufunnar. Fæst hér.
  • Candlehand kerti –> Eru skemmtileg handunnin kerti sem eru fullkomin tækifærisgjöf fyrir alla aldurshópa. Hönnuður er Justinas Bruzas. Fæst hér.

 

Ég á nú bara erfitt með að velja hvað ég ætti að kaupa! En slaufuna kaupi ég alltaf og er þetta hálsmen ótrúlega fallegt ♡ Ég hvet alla sem geta að styðja við starfsemi Krabbameinsfélagsins og ekki gleyma bleika deginum sem verður föstudaginn 15. október.

xo
Guðrún Birna
Instagram –> gudrunbirnagisla

 

Þér gæti einnig líkað við