Mig langar að deila með ykkur bjúg drykk sem bjargaði mér þegar ég var ólétt. Ég rakst á þessa uppskrift hjá henni Ásdísi Ingu einkaþjálfara og varð bara að prófa. Þessi drykkur er algjör snilld og svínvirkar. Ég var að berjast við mikinn bjúg síðustu vikurnar á meðgöngunni og gerði ég mér þennan drykk ansi oft. Ég geri hann ennþá inná milli en ég gerði hann til dæmis eftir jólin en þá er maður oft bjúgaður eftir mikið kjöt og nammi át.
Svo er þetta líka bara svo gott fyrir mann.
Uppskrift:
8 glös vatn
1 msk pressað engifer
Heil gúrka (skera flusið af og brytja rest út í vatnið)
Heil sítróna (taka börkinn af og brytja út í vatnið)
12 myntulauf
Blanda öllu saman í blandara. Ég geymi þetta í könnu inní ísskáp og drekk ca. 2 glös á dag. Þessi uppskrift endist í 3-4 daga.
xo
Guðrún Birna
Instagram –> gudrunbirnagisla